Á hvaða plánetu hefur Halldór haldið sig

DavidAllir sem fylgst hafa með Halldóri Blöndal í gegnum tíðina vita að hann er vænn maður og vitur. Auk þess á hann það til að vera manna skemmtilegastur.  Sem sagt Halldór er flottur karl og getur verið stoltur af því sem hann hefur afrekað á starfsæfu sinni.

En að halda því fram að menn vilju breyta Seðlabankanum bara af því Davíð Oddson var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins bendit tilþess að Halldór hafi haldið sig á tunglinu eða jafnvel enn lengra frá jörðinni síustu árin.

Það kom nefnilega í ljós að pólitísk skipan bankastjóra Seðlabankans  er gersamlega misheppnuð.  Davíð Oddsson var örugglega góður leiðtogi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en hann kann ekki að reka Seðlabanka enda hefur hann enga menntun til þess og þaðan af síður reynslu. Það sýndi sig best þegar Davíð þjónýtti Glitini. Seðlabankastjórar í nágrannalöndunum göptu af undrun yfir aðgerðinni og létu svo segja sér þrisvar áður en þeir trúðu heimskupörum íslenska Seðlabanakastjórans.

Bara sá gjörningur Davíðs eyðilagði orðstýr og það trúnaðartraust sem Ísland hafði í samfélagi siðaðra þjóða. Þessi verknaður setti okkur á sama stað og Simbabve og þessi eini gjörningur Davíðs hefði nægt í öllum öðrum vestrænum löndum til að fá upsögn. 

Því miður virðist Davíð ekki mikið gefinn fyrir að endurmeta hugmyndir sínar og sjálfsgagrnýni er ekki til í höði hans.  Þess vegna getur hann ekki borið ábyrgð á einni mikilvægustu stofnun samfélagsins. Það hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.

Stundum verða stjórnmálamenn að hlusta á þjóð sína og síðan á samvisku sína. Þann hæfileika hefur Davíð Oddsson ekki.  Þess vegna ferðast hann nú um götur borgarinnar með lífverði sér til halds og trausts. 


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór Blöndal ,, vænn maður og vitur " ha, ha, ha, kanntu annan betri ?

Stefán (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Halldór er hrokagikkur sem hefur í skjóli þessa að vera einn af "sjálfkjörnum þingmönnum" síðustu áratugi, geta leyft sér ýmsa hegðun sem ekki er samboðinn Alþingismanni. Hans ummæli eru í mínum huga vart pappírsins virði sem þau eru rituð á.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 09:03

3 Smámynd: Landfari

Hvaða forsendur hefurðu til að fullyrða að þjóðnýting Glitnis hafi verið þúfan sem velti hlassinu?

Persónuleg hélt ég það reyndar lika í byrjun en það er langt frá því að hagfræðingar séu sammála um það. Reyndar heyrist mér þeir flestir vera sammála um að það sé frekar afleiðing en orsök.

Mestu ábyrgðina bera bankastjórarnir fyrrverandi og af opnberri hálfu var það Fjármálaeftirlitið sem átti að vera á hliðarlínunni og passa að spilað væri eftir reglunum. Þess í stað var það inn á vellinum og í liði með þessum uppum.

Það var fjármálaeftirlitið sem átti að vara alþingi við að reglurnar frá evrópusambandinu sem spilað var eftir væru of rúmar fyrir svona litla þjóð.

Ég er hinsvegar alveg sammála þér að til að geta byrjað að nýju með hreint borð þarf skipta út öllu liðinu. Þá undanskil ég ekki heldur forsetann sem fór fyrir sókndjarfasta hópnum og er invinklaður að því er virðist í þetta ævintýri sem kaup þessa saudi arabba á Kaupþingi virðist vera.

Ég legg til að Vigdís verð fengin til að leysa hann af.

Landfari, 3.2.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Dunni

Þjóðnýring Glitnis var ekki þúfan sem velti hlassinu. En þegar maður hefur lesið erlendu pressuna, skandinavisku fjármálablöðin og FT i  Englandi benda allir á að þjóðnýting Glitnis, meðþeim hætti sem hún var framkvæmd hafi skaðað traustið á íslenskri efnahastjórnun verulega. Seðlabanakstjóri Noregs sagði t.d. að það hafi verið versta leið Íslendingar gátu valið. Það sama segja hagfræðingar um allan heim.

En það var sofandahátturinn í Seðlabankastjórninni gaf forráðamönnum bankanna alltaf lausan taum sem þeir síðan misnotuðu. Við komumst ekkert hjá því að viðurkenna að hvergi nokkurstaðar hefur kreppan slegið jafnt þungt högg og á Íslandi. Það er fyrst og fremt því efnahagsumhverfi sem komið var á eftir 1990 og að ekkert eftirlit var haft með þeim sem athöfnuðu sig í þessu kerfi.  

Dunni, 3.2.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Landfari

Er það ekki Fjármálaeftirlitið sem á að hafa eftilit með bönkunum. Þeir hafa heimildir til að fara þar inn og skoða alla þeirra samninga og gjörðir. Þá heimild hefur Seðlabankinn ekki.

Höggið er þyngra hér en annars staðar því bankakerfið hér var stærra hlutfallslega hér en annars staðar.

Landfari, 3.2.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Dunni

Seðlabankinn er banki bankanna og ber ábyrgð á gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar.  Hann verður fyrstur var við ef eitthvað er að hjá bönkunum og á þá að láta bæí  FME og rikisstjórnina vita.

Höggið hérna er því þyngra vegna þess að Seðlabankinn svaf á verðinum og það efnahagsumhverfi sem hér var skapað á 9. áratugnum  gaf bönkunum fullkomlega lausan tauminn.  Á því ber einn Seðlabankastjóranna ábyrgð.

Dunni, 3.2.2009 kl. 18:46

7 Smámynd: Landfari

"Hann verður fyrstur var við ef eitthvað er að hjá bönkunum og á þá að láta bæí  FME og rikisstjórnina vita."

Hvað hefurðu fyrir þér í þessari fullyrðingu? Nema þá þú meinir að Fjármálaeftirlitið sé sofandi og þess vegna verði  Seðlabankinn fyrstur var við ef eitthvað er að og þurfi að vekja það. Ég vil nú meina að Fjármálaeftirlitið eigi að vera vakandi og sinna sínu starfi sem felst aðallega í eftirliti með bönkunum og öðrum fjármálastofnunum eftir því sem ég best veit.

Fjármálaeftirlitið lýtur ekki sjórn Seðlabankanns eða tekur við fyrirskipunum þaðan. Það er sjálfsæð stofnun sem á að fylgjast með að eigin fumkvæði og hefur heimildir til að skoða hvað sem því sýnist hjá bönkunum. Til þess hefur Seðlabankinn enga heimild. Það er Fjármálaeftirlitið sem á að láta Seðlabankann vita ef eitthvað er að hjá bönkunum en ekki endilega öfugt. Að  sjálfsögðu eiga þessar stofnanir að vinna vel saman og í samráði við sinn yfirmann sem er viðskiptaráðherra. Það kom hinsvegar í ljós við þingumræður að ráðherra hafði ekki talað við Seðalbankann á annað ár. Svoleiðs viðakiptaráðherra er ekki að sinna sinni vinnu. Fyrir því er hann ábyrgur þó báðir eigi sök, því hann er yfir.

Það var með EES samningunum sem bankarnir fengulausan tauminn og þá var Framsókn ekki í stjórn heldur Viðeyjarstjórnin hans Dabba og Jóns Baldvins.

Jón Baldvin hefur lagt það þannig út að það er ekki á ábyrgð þeirra sem leggja góða vegi þó hratt sé ekið eftir þeim og það er nokkuð til í því hjá honum. Þess vegna er það langsótt að kenna Dabba og Jóni um hve glannalega bankastjórarnir fóru með það frelsi sem þeir höfðu með lögunum um EES. Það var hinsvegar Fjármálaeftirlitsins (í hlutverki vegalögreglunnar í líkingunni hér að ofan) sem átti að fylgjast með hvernig aðilar á markaðnum höguðu sér og gera viðeigandi ráðstafanir.

Seðlabankinn hefði átt að auka enn frekar gjaldeyrisforðann miðað við stærð bankanna. Hann varf þó búinn að tvo eða þrefalda hann. Það geta allir verið sammála um eftirá en það kostar að liggja með mikla sjóði og útilokað að við hefðum haft efni á að hafa gjaldeyrisvarasjóðinn það stórann að hann hefði bjargað bönkunum öllum frá hruni. Til þess voru bankarnir einfaldlega of stórir af því að Fjármálaeftirlitið lét það óátalið að þeir þendust út án þess að hafa mikið á bak við sig. Eiginleg bankastarfsemi skilaði litlum sem engum tekjum miðað við umsvifin og í tilfelli sumra sparisjóða var bankastarfsemin beinlínis rekin með tapi.

Það er mjög langsótt að gera Dabba einann ábyrgan fyrir bankahruninu. Þvert á móti var hann gagnrýndur fyrir að mótmæla bruðlinu og ósómanum í þessum kaupréttarsmningum sem tíðkuðust. Það má að nokkru rekja hrunið til þeirra svipað og í Enron dæminu.

Ólafur Ragnar ber ekki síður ábyrgð en Dabbi á þessu máli öllu. Hann kom í veg fyrir, með óbeinum hætti, að fjölmiðlar fjölluðu um ýmis hneyksli sem komu upp og voru þögguð niður. Hann hvatti þá til dáða í þeim subbuskap sem þeir viðhöfðu og ber þar kanski hæst hneykslið sem hann gumaði af að hafa komið á þegar málamynda kaup arabanns voru gerð. 

En nú er forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlitsins farinn og  hluti ríksstjórnarinnar. Bara Seðlabankinn og forsetinn eftir. Þetta hlýtur að koma fljótlega.

Landfari, 3.2.2009 kl. 21:32

8 Smámynd: Dunni

Tók forestinn þátt í að koma frjálshyggjunni á á Íslandi? Ég veit ekki betur en að hann hafi verið í stjórnarandstöðu og barist gegn nýfrjálshyggju efnahagsumhverfinu meðan hann sat á þingi.  Veit ekki betur en að hann hafi verið fyrstur ráðamanna þjóðarinnar til  að viðurkenna mistök sín er hann sagði að hann bjartsýnin hafi tekið yfir raunveruleikann.  Hann trúði á að útrásarvíkingarnir vissu hvað þeir voru að gera og baðst afsökunar á því.

Hins vegar er það hlutverk forseta að kynna Ísland, íslensk fyrirtæki og möguleika útlendiga á Íslandi.  Það hefur hann gert svikalaust en á vitlausum forsendum þegar kom að útrásarvíkingunum.

Ég skil ekki þetta þvaður um að þetta sé allt forsetanum að kenna. Ekki það að mér sé ekki sama hovrt hann eða einhver annar hæfur maður situr á Bessatöðum.  En mér finnst sjálfsagt að menn sæti réttlátri umfjöllun. Ólafur Ragnar Grímsson var fyrstur manna til að brjóta þann odd af oflæti sínu og biðjast afsökunnar á mistökunum.

Hefur Davíð Oddson gert það?  Hefur Geir Haarde gert það? Hefur Árni Mathiesen gert það?  Hefur Ingibjörg Sólrún gert það?  Nei. Engin af þessu fólki hefur gert það.  En Björgvin Sigurrðsson gerði það þó seint væri. 

Dunni, 4.2.2009 kl. 06:53

9 Smámynd: Landfari

Þar sem þú svaraðir ekki spurningunni í síðustu athugasemd minni er kanski lítt vænlegt til árangurs að koma með aðra en ég læt samt vaða:

Hver er að þvaðra um að þetta sé allt forsetanum að kenna? Ég minist þess ekki að hafa séð neinn halda því fram. Hef þó lesið mikð um þetta mál.

Svo er það nú svolítið barnalegt að segja að vanhæfni þeirra sem stýrðu bönkunum sé frjálshyggjunni að kenna.

Það er svipað og kenna færum vegagerðarmönnum um hraðakstur svo haldið sé afram að nota líkingu í stíl við Jón Baldvin.

Landfari, 4.2.2009 kl. 20:31

10 Smámynd: Dunni

Veit eiginlega ekki hvort maður á að nenna að svara þessu.  En ég reyni jú alltaf að sýna mönnum þá kurteysi að svara og fer ekki niðrandi orðum um þá eða verk þeirra meðan þeir halda sig innan almenns siðferðis.

Þú skrifar;       "Ólafur Ragnar ber ekki síður ábyrgð en Dabbi á þessu máli öllu. Hann kom í veg fyrir, með óbeinum hætti, að fjölmiðlar fjölluðu um ýmis hneyksli sem komu upp og voru þögguð niður. Hann hvatti þá til dáða í þeim subbuskap sem þeir viðhöfðu og ber þar kanski hæst hneykslið sem hann gumaði af að hafa komið á þegar málamynda kaup arabanns voru gerð." 

Svo dregurðu í land í næstu færslu þegar þú skrifar;     "Hver er að þvaðra um að þetta sé allt forsetanum að kenna? Ég minist þess ekki að hafa séð neinn halda því fram. Hef þó lesið mikð um þetta mál." 

Hins vegar hef ég aldrei sagt eða skrifað að vanhæfni þeirra sem stjórnuðu bönkunum sé frjálshyggjunni að kenna.   Þeir hins vegar nýttu sér frjálshyggjuna sem gaf þeim fullkomlega lausan tauminn.  Og þeir sem kosnir voru á þing og mynduðu ríkistjórn sváfu svo á verðinum eða hreinlega fannst þetta bara allt í lagi.

Dunni, 4.2.2009 kl. 23:41

11 Smámynd: Landfari

Það er ekki annað að sjá af svari þínu, þó þu segir það ekki beint, en þú teljir mig vera að halda því fram að þetta sé allt forsetanum að kenna. Þú hefur nú farið ansi lagngt til að sækja þá skýringu. 

 Ég var ekki að draga neitt í land þegar ég spurði þig. Þú lest kanski ekki það sem þú sjálfur skrifar. Ég var að vitna í þig þegar ég spurði hver hefið sagt að þetta væri allt forsetanuum að kenna en þú hafiðir skirfað:  "Ég skil ekki þetta þvaður um að þetta sé allt forsetanum að kenna."

Þess vegna spurði ég hver hefði verið að þavaðra um það. Ég hef hvegi séð neinn kenna forsetanum um þetta allt, þ.e.a.s. bankahrunið. Ég sagði að þetta sé ekki síður á ábyrgð forsetans en Davíðs. Ég veit að ef þú hugsar þig aðeins um þá skilurðu munin á þessu tvennu.

Báðar ábyrgðirnar nokkuð langsóttar og í sitt hvora áttina. Annar varaði við en hinn hvatti menn áfram. Annar lét opinberlega íljós vanvirðu sína á framferði þessara manna en hinn hrósaði, veitti opinberara viðurkeningar og þáði af þeim bitlinga.

Hvorugur bar beina ábyrgð á bankahruninu. Hún er eingöngu hjá bankastjórunum og bankastjórnunum. Ábyrgðin á hve alvarlegar afleiðingar þetta hafði fyrir þjóðina er fyrst og fremst hjá Alþingi sem setti leikreglurnar.  Eftirlit með fjármálastofnunum var að langstærstum hluta flutt frá Seðlabankanum með stofnum Fjármálaeftirlitsins. Þar á bæ virðast menn hafa sofið.

Seðlabankinn ber mikla ábyrgð á hvernig spilað var úr stöðunni eftir hrunið. Þar sýnist sitt hverjum. Þú segir að hagfræðingar um allan heim séu segi að þjóðnýting Glitnis hafi verið versta leiðin. Það kann vel að vera rétt en það segir ekki að allir hagfræðingar séu sammála um það. Þvert á móti heyrist mér að þeir séu fleiri sem töldu það ábyrgðarleysi að lána bankanaum, eins og um var beðið, helminginn af gjaldeyrisvarasjóði landsins. Það hefði bara frestað hruninu um einhverja mánuði en kostað óhemju fé sem aldrei hefði skilað sér.

Enn hefurðu ekki svarða því hvað þú hefur fyrir þér í því að fullyrða að Seðlabankinn "verður fyrstur var við ef eitthvað er að hjá bönkunum og á þá að láta bæí  FME og rikisstjórnina vita." ?

Ertu að gera því skóna að það sé fyrirfram vitað að aðal eftirlitsaðili með bönkunum, Fjármálaeftirlitið,  sé ekki að gera neitt? Þar var til skamms tíma stjórnarformaður sem ég held, að öðrum ólöstuðum, að hafi hvað mest vit á þessum málum. Hans nýtur nú ekki lengur við, en það kemur maður í manns staða og vonandi er sá nýi ekki síðri.

Landfari, 9.2.2009 kl. 18:04

12 Smámynd: Dunni

Reyndu að kynna þér lög um Seðlabanka og lögin um FME. Þú hefur greinilega ekki hugmyndu um hvað þú ert aðskrifa um.   Það er Seðlabankinn sem á að sjá um að gengi krónunnar haldi, að alltaf sé til nægur gjaldeyrir í landinu til að standa undir krónunni. Í því fellst að Seðlabankinn veit þegar hann getur ekki staðið við skuldbindangar íslensku bankanna á erlendri grund.

Auðvitað átti Seðlabankinn að grípa inni í þegar íslensku bankarnir voru orðnir tvöflat stærri en efnahagskerfi þjóðarinnar en ekki bíða þar til þeir voru orðnir tíu sinnum stærri og þjóðin komin á hausinn.

Þetta staðfesti danski seðlabankastjórinn í dag á Bloomberg. Þetta staðfesti  norski seðlabankastjórinn fyrir nokkrum vikum og þetta hafa allir hagfræðingar um heim allan, sem hafa tjáð sig um íslensku kreppuna og á hvern hátt hæun er frábrugðin heimskreppunni.

FME á að fylgjast með því hvort bankarnir fari að lögum.  Það lítur ekki út fyrir að þeir hafi unnið vinnuna sína ef maður horfir á athafnir Kaupþings. En ekkert hefur komið fram um að Landsbankinn og Glitnir hafi brotið lög.

Dunni, 9.2.2009 kl. 18:30

13 Smámynd: Landfari

Hvað með alla kaupréttarsamninga starfsmanna sem voru vistaðar í skattaparadíasreyjum? Ekki voru þær bara í Kaupþingi. Lánin til Stímis eða hvað það nú heitir þetta ágæta fyrirtæki sem virðist stofnsett til að halda uppi gengi Glitnis. Ekki voru Kaupíngsmenn þar á ferð.

Hvað á Seðlabankinn að gera ef þetta er allt löglegt? Er það ekki Alþingi sem breytir lögunum? Hefur Seðlabankinn heimild til að skoða hversu traust veð eru fyrir útlánum bankanna? Er það ekki Fjármálaeftirlitið? Er það ekki Alþingi sem setti lögin sem heimiliðu starfsemi bankanna erlendi?

Það er nokkuð ljóst að ábyrgðina á hruninu er fyrst og síðast að finna hjá bankasjórum og stjórnum bankanna. Að ætla að kenna öðrum um það eins og Sigurður Einarsson reynir í Fréttablaðinu er aumkunarvert. 

Hinu er ekki að leyna heldur að eftir á að hyggja hefði víða mátt gera hlutina öðru vísi svo betur hefði farið.  Það er engum blöðum um að fletta að þá má alltaf vera vitrari eftiá.

Það hefur hinsvegar sýnt sig í þessari umræðu allri hvað það er óheppilegt að hafa umdeilda pólitíkusa í stöðum sem skipta máli þegar á reynir. Það gerir jafnvel hæfum mönnum erfitt um vik því í þeirra garð er næsta víst að gæti tortryggni gamalla pólitískra andstæðinga.

Þetta hefur aldrei verið augljósara en einmitt núna og gildir jafnt um seðlabankatjórann og forsetann

Landfari, 11.2.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband