Passaði ekki inn í mynd Benitez

Robbie KeanEngin efast um getu Robie Keane.  Og þó honum hafi ekki tekist að sanna sig sem Liverpool leikmaður segir það ekkert til um hæfileika Írans.  Nú er bara að þakka Robbie Keane fyrir að hann lagði sig virkilega fram. Hann bara fann sig ekki í leikstílnum og við því er ekkert að gera.

Menn skulu hafa það hugfast að Rafa Beniez hafði aldrei áhuga á að fá Keane í sinn hóp. Benni vildi fá Garreth Barry en Rick Parry sagði nei og keypti Keane á 20 milljónir, 2 milljónum meir en aston Villa setti upp fyrir Barry. 

Þessi kaup á Keane voru ein ástæða þess að Benitez neitaði að skrifa undir nýjan samning við Liverpool fyrir jól.  Hann hafði engan áhuga á að stýra liði sem hann réð ekki hvernig leit út.  Nú er eigendur félagsins búnir að átta sig á heimskupörum sínum. Benza er lofað alræði í leikmannakaupum og hátt í 4 milljörðum skrifi hann undir.

Spurningin er nú hvort Spánverjinn er búinn að fá nóg af Ameríkönunum sem hafa verið iðnir við að svíkja loforðin um uppbyggingu félagsins. Best væri auðvitað að þeir sæju sóma sinn í að selja félagið til manna sem vita út á hvað enskur fótbolti gengur og gera sér grein fyrir því að það er knattspyrnustjórinn sem er skipstjóri á skútunni en ekki útgerðarmaðurinn. 


mbl.is Keane aftur til Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Jú ég hef oft efast um getu Robbie. ef þetta er rétt að amaericanarnir hafi keipt kauða án vilja Benna þá er ekki skrítið að hann sé að fara. Það hefði verið miklu betri kaup að fá Barry með Gerrard á miðjuna. Það mæðir of mikið á honum. Hvar væri Liverpool í dag ef Gerarrd hefði ekki dregið þá áfram í undanförnum leikjum? 5-6. sæti. Gerrard er búinn að skora ótrúlaega mikið af mörkumum undanfarið sem skipta miklu máli, Mörg stig á bakvið hvert mark.

Ragnar Martens, 2.2.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Margt til í þessu, en þetta afsakar ekki þá hegðun að rífa hann úr liðinu án nokkurar ástæðu loksins þegar hann fór að skora mörk núna í desember. Heimskulegt að mínu mati og eiginlega barnalegt að standa í svona valdatafli og láta það bitna á saklausum leikmanni.

Páll Geir Bjarnason, 3.2.2009 kl. 01:57

3 Smámynd: Dunni

Hundrað prósent sammála Páll.

Dunni, 3.2.2009 kl. 08:21

4 Smámynd: Ragnar Martens

Já það er rétt

Ragnar Martens, 3.2.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband