Kaupþing leggur upp laupana í Finnlandi sem og annarsstaðar á Norðurlöndum. Sennilega finnst ekkert fyrirtæki í Skandinavíu sem er jafn illa þokkað og Kaupþing þessa dagana.
Norska blaðið, Dagens Næringsliv, hefur fórnað töluverðu plássi til umfjöllunar á þessum gjörspillta banka og tilraunum stjórnenda hans til að galdra upp verðmæti hans.
Sagan af Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani sem keypti 5,01% af hlutafé Kaupþings er aðhlátursefni í konungsríkinu. Hinn konungborni Sjeik tók, meðvitað eða ómeðvitað, þátt í fölsunum þeirra Kaupþingsmanna til að hækka verðmæti hlutabréfa í bankanum. Það tókst með því, eins og allir vita núna, að Sjeikinn keypti hlutabréfin en Kaupþing sjálft borgaði þau og þar með jukust skuldir bankans um ófáa milljarða. Sigurður E. og félagar voru ekki ákkurat að hugsa um hinn almenna hluthafa þegar þeir framkvæmdu þann gjörning. Lán bankans til Arabans fór aldrei fyrir bankaeftirlitið eins og skylda er þegar um slík kaup er að ræða. Þar með er ekki hægt að líta öðru vísi á en svo að stjórendur Kaupþings hafi hreinlega stolið stórfé frá hluthöfunum sem töpuð öllu sínu á falli bankans.
Kaupþingsmönnum tókst með trixinu að koma hlutabréfaverðinu hærra upp en það hafði verið síðustu tvo mánuðina þar á undan. En tveimur vikum síðar var sagan öll. Kaupþing farið á hausinn jörðin hafði gleypt stjórnendurna sem fram á síðasta dag sögðu að reksturinn væri í fínu lagi og bankinn stæði traustum fótum.
Upplýsingarnar um að stjórnendur Kaupþings hafi með þessum hætti ráðskast með markaðsverð hlutabréfanna er að sjálfsögðu eins og góð tónlist í eyrum breskra stjórnvalda. Hætt er við að þessi starðeynd eyðileggi töluvert fyrir Íslendingum sem nú undirbúa málshöfðun á breska ríkinu vegna hryðjuverkastimpilsins sem átti a hafa komið Kaupþingi á hausinn.
Það er nokkuð ljóst að það þurfti ekki hryðjuverkalögin til. Sigurður Einarsson og félagar settu Kaupþing sjálfir á hausinn með særingum sínum
Kaupþing í Finnlandi hætt starfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 2.2.2009 | 16:51 (breytt kl. 16:53) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Í þessu tilfelli, lastu ekki fréttina ?
Kaupþing var að gera upp allt í Finnlandi - borga allt út og allar skuldir og skila restinni til skilanefndar á Íslandi. Mér skilst að flest uppgjör Kaupþings verði svona því bankinn stóð best bankanna þriggja
Sigþór (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:14
Málið snýst um það að Kaupþing og dótturfélögin eru að leggja upp laupanna í Finnlandi og Noregi. Það getur vel verið að einhver dótturfélaganna eigi einhverja peninga eftir uppgjör. Það breytir ekki þeirri staðreynd að stjórnendur bankans beittu hinn almenna hluthafa órétti er þeir lánuðu sjálfum sér milljarða til að kaupa bréf í bankanum, með veðum í bréfunum, til þess eins halda verðmæti hlutabréfanna uppi. Þetta þýðir einfaldlega milljarða þjófnað að álit norskra og enskra blaða. Daily Mail og DN
Dunni, 2.2.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.