Þá er stóra stundin að renna upp. Ingibjörg á leið til Bessastaða til að segja forsetanum að Jóhanna sé búin að mynda ríkisstjórn. Síðan Fer Jóhanna til Bessastaða til að staðfesta orð Ingibjargar og fá blessun Ólafs Ragnars til að taka við stjórn landins í rúmlega 80 daga.
Allt er þetta nú gott og blessað. En mikið andskoti tók það langan tíma að hnoða saman starfsstjórn til svo skamms tíma. Þessi Ríkisstjórn hefur í raun bara tvö verkefni. Að gæta að velferð heimilana í landinu og lappa upp á bankakerfið þannig að fyrirtækin geti haldið rekstri sínum áfram.
Hringlandaháttur Framsóknarflokksins er herint út sagt forkastanlegur í stjórnarmyndunarviðræðunum. Hvað varðar hann um hvað í stjórnarsáttmálanum stendur ef hann ætlar ekki að taka þátt í ríkisstjórninni?
Sigmundur Davíð, ný orðin fyrsti fjósamaður, steig fram á sviðið löngu áður en farið varð hugsa um að mynda vinstri stjórnina og bauð fram hlutleysi Framsóknarflokksins og að hann myndi verja stjórn Samfylkingar og VG falli. Það var alveg nóg. Stjórnarflokkarnir þurftu ekkert að hlusta frekar á Framsókn. Þeir ættu bara að láta hana stand við orð sín en ekki eyða heilli viku í að dekstra Sigmund Davíð.
Í öllum þessum farsa er glögglega komið í ljós að hinn ungi formaður ræður engu. Hinni ungu og snoppufríðu stjórn flokksins er ætlað að safna atkvæðum svo flokkurinn, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, geti haldið áframhagsmunagæslu S-hópsins og fleiri valdasjúkra spillingarpostula sem enn halda í taumana á bak við tjöldin. Halda menn kannski að Alferð Þ. Halldór Á, Palli P. séu hættir að hjálpa þeim sem þeir gáfu Búnaðabankann. Finnur og Ólafur þurfa ennþá sitt og það fá þeir í gegnum Framsóknarflokkinn. Eins og alltaf.
Því miður getur Jóhönnustjórnin lítið gert í því. En ef kosið verður til stjórnlagaþings eigum við von um að hægt verði að taka til í spillingarsamfélaginu innan fárra ára.
Ingibjörg á Bessastaði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Fyrirsögnin er réttnefni á þetta allt saman, Framsókn ræður hvað fer í gegnum þingið, Samfó fær ráðherra áfram (svo réttum verði fórnað), Steingrímur fær að taka út biðina eftir ráðherradóm (loksins verður hann ekki "ámóti"). En það besta er að Sjálfgræðisflokkurinn fær hvíldina, sem hann þarf að fá en sér ekki fyrr en hann er kominn í frí.
ps. dagatalið hér hægramegin fer alltaf yfir restina af textanum meðan skrifað er hér inn
Sverrir Einarsson, 1.2.2009 kl. 12:27
Vantraustið er mikið og ekki nema von. Ég hef reyndar verið að verja nýjjann formann Framsóknar á þeim forsendum að hann sé nýr og vilji gera hlutina vel. Flokkseigendafélög gömlu flokkanna eru auðvitað að störfum eins og aldrei fyrr og það breytist ekki nema það takist að endurbyggja grunninn.
Stjórnlagaþing verður að vera stjórnarskrárbundið svo ekki sé hægt að blása það af í miðjum klíðum. Undirskriftasöfnun á www.nyttlydveldi.is hefur gengið vel þó dregið hafi niður í henni síðustu daga. Þar inn eru komin tæp 7 þúsund nöfn á 1 viku sem segir mikið um þann áhuga sem þjóðin hefur nú á sinni framtíð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:35
Hér er frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttir um Stjórnlagaþing frá 1994 Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um stjórnlagaþing.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:44
Svo er hér skjal Framsóknarflokksins eins og það birtist á síðu flokksins í dag.
Það er hér .
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 12:51
Sjálfstæðisflokkurinn verður hvæildinni feginn loksins þegar hann skilur að hann er kominn í frí. Þetta með dagatalið. Ég hef sama vandamál þegar ég skrifa inn. Þarf sennliga að skipta um útlit á síðunni.
Takk fyrir hlekkina Hólmfríður. Það var gott að fá frumvarpið hennar Jóhönnu. Hún hefur lengi verið frjó í hugsun og virkur og leiðandi þingmaður. Verst að Framsóknarskjalið fannst ekki.
Dunni, 1.2.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.