Mér líst vel á að Hallur fari í fraboð fyrir Framsókn. Það vantar ungneyti í Framsóknarfjósið og nú var Magnús Stefánsson svo elskulegur að standa upp fyror sér yngri manni í kjörfæmi sínu.
Þekki Hall reyndar ekki neitt en hef séð hann í Silfrinu, að mig minnir, og les gjarnan bloggið hans sem mér finnst oftast hugmyndaríkt og heiðarlega skrifað. En hvort það eru nægir kostir tilað bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn, þar sem gömlu vargarnir virðast enn ráða ríkjum, er vand séð. En kannski að endurreisnarliðið í flokknum ná að þjappa sér saman og halda flokkseigendunum fyrir utan dyr "stjórnarráðs" flokksins.
Framsóknarflokkurinn þarf að bæta ímynd sína verulega ætli hann sér einhver áhrif eftir komandi kosningar. Spillingarþefurinn af flokknum er ekkert minni en af Sjálfstæðisflokknum þó hann hafi verið utan stjórnar í tæp tvö ár. Búnaðarbankafnykurinn leggur af flokknum langar leiðir. Eins og er og sagan sýnir er illt fyrir aðra flokka að eiga Framsókn að vini.
Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 31.1.2009 | 15:24 (breytt 1.2.2009 kl. 11:00) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Og svo er það erfðaprinsinn Guðmundur Steingrímsson, hann vill fá að stjast í sætið þeirra pabba og afa í Norðvestur kjördæmi, sem sagt efsta sætið. Er búinn að vera í flokknum aðeins styttra en formaðurinn. Sumt gerist hraðar en annað.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:28
Ég hef eitthvað misskilið málið, hélt að Hallur vildi sætið hans Magnúsar Stefánssonar sem GS er að sækjast eftir. Það er fúll tæm djobb að fylgjast með núna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:31
Gaman að sjá alla hrægammana sitja um Framsóknarflokkinn þessa dagana Ég hefði getað hugsað mér að kjósa þennan flokk í vor en er að snúast hugur. Þvílíka tækifærismennsku hefurmaður sjaldan séð. Allir þeir sem vilja á þing telja sig eiga auðvelda leið inn í gegnum framsókn.
Magnús (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:36
Magnús: Var að vona að þú hefðir fylgst betur með. Hallur er hvorki hundurinn, kötturinn né svínið. Hann er svo sannarlega litla gula hænan og hefur verið það um árabil. Hins vegar er rétt að það virðast vera að koma fram nokkrir hundar, kettir og svín nú þegar fjörið er að færast yfir Framsókn.
Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.