Hreinsunin hafin

Samfylkingin og VG hafa þegar hafið hreingerninguna eftir efnahagshrunið. Það er gott að sjá að flokkarnir standa við orð sín og gera það sem gera þarf.  Það er munurinn á þessum flokkum og Sjálfstæðisflokknum sem haldin var bæði ákvarðana og verkfælni ef frá er talinn Guðlaugur heilbrigðisráðherra.

Það að Gylfi Magnússon taki að sér viðskiptaráðuneytið og þar með Fjármálaeftirlitið, ætti að vera góð trygging fyrir því að störf FME verði rannsökupð nánar og þá fundið út hvort stofnunin svaf á verðunum eða var lömuð vegna fjársveltis.

Alla vega er ljóst að nýja ríkistjórnin er komin í gang með hreingerninguna þó svo að hún sé enn ekki tekin við stjórnartaumunum.  Ekkert nema gott um það að segja.


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Verkefni hennar verða bara þrjú...Reka Davíð...Hætta við hvalveiðarnar v/Jóns Ásgeirs og co...Og svo leyfa óheftann innflutning á hráu (sýktu) kjöti fyrir Baugsmenn,og leggja niður íslenksann landbúnað.....? þess vegna vilja þau kjósa strax í mars...vilja ekkert annað gera..annað er fagurgal.

Halldór Jóhannsson, 30.1.2009 kl. 22:53

2 identicon

Vertu ekki of bjarsýnn Dunni minn.

Að fá Framsókn til að styðja bráðabirgða ríkisstj held ég sé vita vonlaust!

Edda Snorra (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Dunni

Það yrði nú fínt ef henni tækist verkenfi númer eitt.  Þá  gæti hún bara hætt eins og skot og boðað til kosinga.

Engum stjórnmálaflokki vilég svo illt að hann þurfi að syðjast við Framsókn.  Finnst reyndar ömurlegt að horfa upp á örvæntingar fullar tilraunir formannsins unga við að bjarga andlitinu eftir að hann dró í land með stuðningsyfirlýsinguna fyrir 10 dögum.  Það er greinilegt að Sigmundur Davíð hefur lítil sem engin völd í flokknum.

Dunni, 31.1.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband