Ekki veit ég alveg hvað mbl.is er að fara með þessari fréttaskýringu. Ég get ekki séð að hún tengist nokkurri frétt heldir er þessi svokallaða skýring frekar sögubrot en fréttaskýring.
"Nýtt verk, sömu leikarar" bendir til þess að höfundur þessarar svokölluðu fréttaskýringar tengi ríkistjórnina við leikhús. Mér varð það á að líkja Alþingi við og þingmönnum leikara fyrr í haust. Sú færsla hafði ekki lifað lengi er ég fékk skömm í hattinn frá fyrrum nemanda mínu, Stafáni Karli Stefánssyni leikara. Honum fannst líkingin ekki viðeigandi. Verið væri að draga upp neikvæða mynd af leiklistinni og leikurum þar sem aldrei er gripið til þessara líkinga nema þegar eitthvað neikvætt er í gangi og okkur finnst Þingmennirnir okkar ekki vera starfi sínu vaxnir. Það eru þeir gjarnan kallaðir leikarar í leikhúsinu við Austurvöll.
Mér fannst athugasemd Stefáns mjög réttmæt. Hafði bara í heimsku minni aldrei hugsað út í að slíkar líkingar særa að sjálfsögðu listafólk sem tekur starf sitt alvarlega. Nú hef ég lofað sjálfum mér því að nota þessa líkingu aldrei aftur. Hvorki í ræðu né riti.
En einhvern veginn finnst mér að þessi svokallað fréttaskýring, Nýtt verk, sömu leikarar, sé skrifuð sem uppbótarvinna fyrir verkefnalausa blaðamenn. Hvaða fréttaskýring er það að telja upp ráðherra í ríkistjórn Steingríms Hermannssonar frá 9. áratug siðustu aldar þó einhverjir úr þeim hópi séu væntanlegir ráðherrar nú. Nær væri að kalla greinina "Sögubrot frá síðustu öld" í stað fréttaskýringar.
En vilji menn endilega kalla þetta fréttaskýringu verð ég að segja að hún er æði fátækleg þar sem hún skýrir enga frétt fyir lesendum. Í reynd er verið að setja ráðherrana, sem voru í Steingrísmstjórninni og taka nú sæti í starfsstjórninni, í neikvætt ljós. AAnnars væru þeir varla kallaðir "sömu leikarar."
Nú reynir á hvort Mogginn og mbl.is heldur sjálfstæði sínu og hlutleysi. Það hlýtur að vera fjölmiðli sem í raun er gjaldþrota oeg rær lífróur til að halda lífi sínu að halda tilrú þjóðarinnar sem ætlað er að lesa blaðið.
Nýtt verk, sömu leikarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.