Er sjávarútvegsráðherra landráðamaður?

HvalaskoðunÁkvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, um að leyfa hvalveiðar að nýju hefur hvergi verið fagnað í heiminum nema hjá hagsmunaaðilum á Íslandi.  Burt séð frá því hvort óhætt sér að veiða hval án þess að ganga á stofnana eða ekki er ákvörðun Einars K. hvorki tekin með hagsmuni sjávarútvegsns eða þjóðarinnar í huga.  Sennilega er það bara eigið skinn sem Einar hefur hugsað um og þá í þeirri von að Konni og einhverjir hnýsukarlar á Vestfjörðum smali nokkum atkvæðum til að halda honum inni á þingi.

Íslendingar eru með allt niður um sig út um allan heim um þessar mundir.  Engin treystir okkur, við erum skuldug upp fyrir haus og nú eigum við á hættu að stórir markaðir fyrir útflutningsafurðir okkar lokist til að mótmæla hvalveiðunum. 

Hvernig verður staða okkar ef t.d. ESB segir upp öllum okkar viðskiptasamningum einhliða. Ég er smeykur um við slíkan gjörning gengi okkur verr að greiða upp lánin við IMF og aðra skuldunauta okkar.

Hvaða hvatir bjuggu að baki ákvörðun Einars fáum við sjálfsagt aldrei að vita. En við getum krafið hann um hverra hagsmuna hann var að gæta.  Varla hvalfangaranna þar sem nær ómögulegt verður að koma afurðunum í verð nema með verulegum tilkostnaði.

Með þessari heimskulegustu ákvörðun nokkurs ráðherra í núverandi ríkistjórn hefur Einar Kristinn Guðfinnsson grafið sína pólitísku gröf. Og lýðurinn kemur til með að grýta gröfina eins og Steinkudys á sínum tíma og fullvaxnir karlmenn munu gera það að skyldu sinni að míga á hana líka. 

 

 


mbl.is Norræn gagnrýni á aukinn hvalveiðikvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband