Nú er gott að hafa góðan forseta

Ég held að nafni minn, sagnfræðingurinn, hafi misskilið orð forseta. Þegar Ólafur talar um að það sé enginn starfandi forsætisráðherra á hann að sjálfsögðu við það að Geir Haarde hefur alls ekki verið starfandi síðsutu mánuðina.  Hann hefur bara mætt í vinnuna og látið hlutina drabbast sem sést best á því að Seðlabanakstjórinn og fjármálaráðherrann sitja eins og klístraðir í stólum sínum.

Forsætisráðherra hefur verið ákvörðunarfælinn eins og haldið hefur verið fram.  Þess vegna er gott að hafa sterkan forseta sem kann á kerfið og hefur þor til að leiða formenn flokkanna til vilja þjóðarinnar.  Það er það sem þjóðin vill. Og það er það sem þjóðin fær.   


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. Það er aldeilis gott þegar einn helsti verndarengill útrásarvíkinganna grípur til sinna ráða í þágu þjóðarinnar, túlkar stjórnarskrána sér í vil, eins og oft áður, og tekur málin í sínar hendur, nú þegar útrásarvíkingarnir eiga ekki lengur neinar einkaþotur handa honum.

Jón Skaptason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meiri fyrirlitningar meðal þjóðarinnar en embættinu er hollt. Þarf að segja meira?

Björn Birgisson, 26.1.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hvað veist þú um það Björn Birgisson hvort hann er fyrirlitin af meirihluta þjóðarinnar ,þú hlýtur að tala fyrir þig sem einstaklingur af þjóðinni eins og ég geri ,ekki fyrirlít ég Ólaf.

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags."

og 

" 25. grein

Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

"

Ekki held ég að hann túlki ekkert öðruvísi en stendur í stjórnarskrá ,enda er það léleg stjórnarskrá þar sem hægt er að tulka annað en stendur þar .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 26.1.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur! Ég minntist hvergi á meirihluta þjóðarinnar. Takk fyrir lagafræðsluna.

Björn Birgisson, 26.1.2009 kl. 21:20

5 identicon

13. grein

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Maria (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:45

6 Smámynd: Björn Birgisson

Steingrímur Jónsson: Þessi tilbeiðsla er aumkunarverð. Lægra kemstu ekki.  Þú hefur fallið til botns, eins og ÓRG. Nú liggur leiðin bara upp á við. Gangi þér vel.

Björn Birgisson, 27.1.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Dunni

Ég skil eiginlega ekki þetta nöldur út í Ólaf Ragnar. Hann hefur staðið sig vel í embætti, að flestu leyti.  Hann er að vísu pólitískari í embætti en forsetar hafa áður verið. En hvað er að því?

Hann var fyrstur leiðtoga þjóðarinnar til að biðjast afsökunnar á stuðningi sínum við útrásaina og þá menn sem fyrir henni stóðu.  Það er meira en nokkur flokksleiðtogi hefur gert og allir hláptu þeir með slefuna í kjaftinum á undraverkin sem þeir framkvæmdu til að koma Íslandi á kortið.  Nú kannst þeir náttúrulega ekki við það.

Og það sem Ólafur gerði í gær fæ ég ekki betur séð en sí þjóðinni fyrir bestu.  Hann vill að komist á sátt í samfélaginu. Er einhver á móti því?

Þá vill karlinn að ákvarðanir verði miðaðar við þjóðarhag.  Varla getur nokkur maður haft á móti því?

Þá vill forsetinn kosningar fljótt.  Það hefur þegar verið ákveðið. Eða er ekki svo?

Og síðast en ekki síst vill forsetinn að stjórnmálamennirnir hlusti á fólkið í landinu og stokki spilin upp á nýtt.  Gamla kerfið er jú komið að fótum fram og þjóðin vill "nýtt gegnsætt og skilvirkt lýðveldi."  Varla er það glæpur? 

Dunni, 27.1.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband