Friðsæl mótmæli gagnast best.

Það var fínt að vakna kl 05:30 í morgun og lesa um friðsæl mótmæli á Austurvelli í nótt.  Fjöldinn var heldur ekki óyfirstíganlegur. Svona eins og 2 meðal grunnskólabekkir á landsbyggðinni. Það hefur örugglega ekki farið illa um fólkið í félagsskap við lögregluna sem sjálfsagt hefur líka verið í sparískapinu sínu í nótt.  Þeir áttu alla vega líf sitt og limi að verja í þetta skiptið.

Nú lítur út fyrir að mótmælendur séu búnir að ná sínu fram. Það verða kosningar í vor. Undan því verður ekki komist lengur þar sem fomaður Samfylkingarinar, ISG, hefur látið þá ósk sína í ljós. Þar með geta mótmælendur láitið vera að eyðileggja eignir sínar og látið stjórnmálamennina í friði meðan þeir gera það sem gera þarf fram að kosningum.

Eiginlega reikna ég frekar með því að þessi sama ríkistjórn sitji fram að konsingum svo framarlega að hún taki nú sópinn fram úr skápnum og geri hreint, bæði í sínum eigin ranni sem og í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.  Með því gæti hún bjargað einvhverju af andliti sínu og unnið eitthvert traust til baka. Mér hugnast alla vega betur að því en að fara hleypa Framsóknarfjósinu inn í stjórnarráðið aftur.

Þetta ætti allt að skýrast um helgina.  


mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband