Það verður að segja eins og er að Hörður Torfa hefur haft ótrúlega góða stjórn á þeirri sundurlausu hjörð sem hann hefur safnað saman á Austurvelli síðustu 15 laugardagana. Mótmæli Raddanna hafa að mestu verið til fyrirmyndar.
Nú eru aftur á móti blikur á lofti. Ekki veit éghvort það eru hirðmenn Harðar sem gert hafa aðsúg að eignum þjóðarinnar og okkar frábæru lögreglu. En það verður frólegt að fylgjast með hvort lýðurinn lætur það eftir honum að hafa sig heim kl átta á kvöldin.
Reyndar hefur komið fram að þeir sem harðast hafa gengið fram gegn lögreglu eru flestir góðkunningjar hennar eftir nokkar heimsóknir í gistirými fangelsanna vegna eiturlyfjaglæpa og annarra afbrota. Það er leiðinlegt til þess að vita að nokkrir glæpahundar séu á góðri leið með að eyðileggja hið góða orðspor friðsamra mótmælenda sem virðast vera að ná takmarki sínu, kosningum að vori.
Við skulum vona að vitfirringarnir haldi sig frá friðsömu og vona líka að lögreglan hafi hendur í hári þeirra og láti þá standa gjörðum sínum reikningsskil.
Á þriðja hundrað á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 22.1.2009 | 23:10 (breytt kl. 23:10) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Já Hörður startaði dæminu og náði að þjappa fólki saman. Fyrir það á hann heiður skilinn. Dapurlegt þegar primitívir xdistar eru að reyna að eigna Herði ofbeldið og skrílsháttinn. Hörður hefur talað skýrt gegn því.
hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 23:27
Ég held að óvinir lögreglunnar (afbrotamenn) hafi fundið þarna leið til að gera árásir og skýla sér svo í fjöldanum. Svo þegar lögreglan notar varnarúða gegn þeim þá bitnar það stundum á saklausu fólki, svo sem ljósmyndurum. Slíkt fólk er verstu óvinir mótmælenda. Núna er best að mótmælendur taki sig saman um að hafa hemil á þessu liði. Hvernig svosem það er hægt en það verður að reyna.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.