Vinnufrið til að fela spillinguna??

Geir Hilmar grátbað um vinnufrið fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag.  Það er alveg á hreinu að ríkistjórnin fékk mjög góðan vinnufrið í upphafi efnahgashrunsins. Allir stjórnaradstöðuflokkarnir gáfi Geir og stjórninni grið og frið til að vinna og buðu fram aðstoð sína.

Geir sló á útréttar hendur stjórnarandstöðunnar og sagði henni og þjóðinni að þegja.  Hann kallaði fréttamann fífl og dóna og gerði lítið úr fólki sem mætti til að leggja fyrir hann spurningar á borgarafundinum í Háskólabíói.

Hvernig dettur þessum vesalings manni í hug að hann fái áfram frið til að halda áfram að fela fólksuverk sín  og síðustu ríkistjórnar, Sjálfstæðisflokks og framsóknar, með því að halda Árna Matt og Birni B. í ráðuneyti sínu, Davíð Oddsyni í Seðlabankanum og drengstaulanum í Fjármálaeftirlitinu.  Þetta lið lýgur endurtekið að þjóðinni til þess eins að fela misgjörðir sínar í einhverju spilltasta "lýðræðissamfélagi" vesturlanda.

Auðvitað fær ríkistjórnin ekki lengur frið. Hún á að viðurkenna að hún ræður ekki við verkefni sitt. Forsætisráðherra á að horfast í augu við þá staðreynd að hann og ríkistjórnin situr ekki lengur í umboði þjóðarinnar.  Fólkið treystir ekki stjórninni.  Hann á að nota skynsemina og segja; "Ekki meir. Ekki meir." 

 


mbl.is Mikilvægt að stjórnin fái vinnufrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband