Ljótt er að lesa. Gæslan á hausnum á sama tíma og Björn B. gælir við að koma upp íslenskum her. Nú er sennilega komin skýringin á því af hverju Björn viðriðist hafa ljáð máls á að helypa fræn da sínum, Bjarn B., í stólinn sinn. Gæluverkefnið verður nefnilega ekki að veruleika.
En það segir sig sjálft að það er graf alvarlegt mál þegar Gæslan dregur úr starfssemi sinni. Gæslan er ekki bara til að gæta þess að veiðiþjófar dragi ekki einhverja fisktitti úr sjó á vitlausum stöðum á vitlausum tíma. Hennar hlutur í aðstoð og björgun manna úr sjávarháska er stærri en allara annarra í kringum landið. Niðurskurðurinn sýnir því greinilega hug stjórnvalda til öryggis sjómannanna, þeirra sem eiga að draga þjóðina upp úr kreppunni sem þeir komu henni í.
Eins og venjulega er mottóið; "skítt með sjómennina." Svo koma falsræðurnar á sjómannadaginn þegar ráðamenn lofa þá sem hetjur samfélagsins. Slík er mærðin til kvölds. Daginn eftir eru sjómennirnir gleymdir og geta étið það sem úti frýs.
Ríkistjórnin og Björn eiga að skammast sín fyrir meðferðina á Gæslunni.
Uppsagnir hjá Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ég með mín skipstjórnarréttindi hafði um skeið haft hug á að sækja um starf hjá gæslunni. Því miður hafði gæslan verið fjársvelt, í góðærinu, svo skipin lágu meira og minna við bryggju og allt of lítið á sjó. Það var svo fyrir 3 árum sem ég flutti suður og ætlaði þá að sækja um. Þá komu hingað bandarísk herskip í heimsókn og þá allt í einu voru til nægir peningar til að hafa öll tæki gæslunnar, skip og þyrlur, á útopnu við æfingar með bandarísku herskipunum allan þann tíma sem þau voru hérna. Mér fannst of mikil pólitísk skítalykt af þessu og missti allan áhuga á að starfa hjá gæslunni.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.