Mér skilst að um þessar mundir sé húsnæðisverð afar lágt um allan heim. Það er það alla vega hér í Noregi.
Íslenski sendiherrabústaðurinn í Ósló er ekki bara eitthvert hús. Það er fornfrægt hús með mikla sögu. Var í eigu súkkulaðijöfursins sem stofnaði norsku Freyju. Húsið sem stendur á Bygdö er talið meðal fallegri húsa borgarinnar og var mjög til þess vandað er það var byggt á 19 öldinni. Upprunalegt veggfóður er á borðstofuveggjunum og stendur vel fyrir sínu þótt það sé orðið á annað hundrað ára. Enda upprunnið á Ítalíu.
Nú eru liðin ca 10 ár síðan húsið var gert upp. Þetta er einstaklega glæsilegur bústaður og því finnst mér að ríkið ætti að bíða með það fram á 2010 að selja húsið. Norskir fjármálaspekingar spá því nefnilega að það fari að rofa til á fasteignamarkaðnum seinni partinn á þessu ári og þá er eins víst að íslenska ríkið fengi 70 - 80 milljónum meira fyrir hinn glæsilega bústað en ef hann yrði seldur í með vorinu.
Ef okkur vantar svona sárlega gjaldeyri væri nær að nota bústaðinn sem veðsetningu fyrir gjaldeyrislánum. Hann kemur bara til með að hækka í verði. Þar fyrir utan er gaman að Ísland skuli eiga eitt fallegasta húsið í höfuðborg Noregs.
Sendiráðsbústaðir seldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.