Ástþór og lýðræðishreyfing = sorglegur brandari

Ástþór Magnússon hefur í fjölda ára, eftir að hann snéri heim úr útlegðinni, verið að reyna að brölta til einhverra áhrifa í íslensku samfélagi. Hann hefur greinilega ekki áttað sig á því að það villja nánast engir hafa neitt með hann aðgera. Það sýna úrslitin í forsetakosningunum þar sem hann hefur boðið sig fram.

Ástþór hefur gjarnan kennt því um að ólýðræðislegir fjölmiðlar, þar með talið RÚV, hafi ekki sýnt sér sama sóma og öðrum frambjóðendum og því sé hann ekki forseti í dag. Þannig má alla vega skilja málflutning hans.  En nú er það bara alls ekki þannig.  Ástþór er ekki forseti vegna þess að fólkið hafnaði honum sem ótrúverðugm frambjóðanda.

Það er nú þannig að í ástandinu sem ríkir á Íslandi í dag hefur þjóðin ekkert að gera með starfskrafta ótrúverðugra manna.  Við erum einmitt að reyna að losa okkur við á úr stjórnarráðinu.  Í hreinskilni sagt sé ég ekki hvaða ráðherra ætti að skipta út fyrir Ástþór Magnússon.  Eftir að hafa gluggað í bloggið hans nokkrum sinnum hef ég aldrei rekist á eina einustu jákvæða umfjöllun hjá honum um eitt einasta atriði, menn eða málefni og þaðan af síður hefur hann komið með ákveðnar tillögur til lausnar á vanda þjóðarinnar nú.  Allt snýst umhann sjálfan og ágæti hans.

Það er nú einu sinni þannig að okkur getur sýnst að ríkistjórn og forsetanum hafi verið mislagðar hendur í stjórn samfélagsins.  Þeir geta vel verið spilltir líka.  En ég efast um að þeir séu jafn heimskir  og miklir óþokkar og Ástþór gefur gjarnan i skyn  með skrifum sínum. Ég held líka að flestir ráðherrarnir séu ágætis fólk sem vilji vel en hafa ekki hitt naglan á hausinn í verkum sínum.  Og auðvitað eiga þeir að axla ábyrgð og sumir hefðu átt að segja af sér í byrjun október. Það bara gerðist ekki.  Samt held ég að þeir séu allri færari en Ástþór Magnússon atvinnunöldrari.

Ég efast ekki um að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, er þakklátur Ástþóri fyrir að bjóða fram starfskrafta sína tilað betrumbæta ásýnd RÚV.  En ég er ekki viss um að Palli þyggi þessa aðstoð. Hann veit eins og þjóðin öll að Útvarpið verður ekki fríðara við að rödd Ástþórs heyrist oftar en hingað til eða trýnið hans birtist oftar á skjánum.

Og nú er ég smeykur um að Ástþóri verði hafnað ef hann sækir um inngöngu í jólasveinafélaginu. Hann er örugglega eini jólasveinnin sem hent hefur verið út þar sem hann hefur komið. Ekki einu sinni jólasveinninn hans Skráms er jafn illa séður. Fólk hlær hjartanlega að honum en brosir vandræðalega yfir bröltinu í nafnlausa jólasveinabúningnum með Ástþór Magnússun inni í sér.

Ef Ástþór Magnússon er ekki farinn að átta sig á því að íslenska þjóðin vill ekkert með hann hafa í áhrifastöðum samfélagsins segir það meira til um Ástþór en Íslendinga almennt.  


mbl.is Ástþór vill útvarpstíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Camel

Já, strákur frá Eskifirði, honum hefur heldur ekki tekist að kaupa sig inn neinstaðar.  Hann hefur oft veifað seðlabúntum og komið með heilu haugana af seðlum til að sýna að hann eigi nú nóg handa öllum.

Svo styttist í næsta skólamót Dunni minn

Camel, 13.1.2009 kl. 16:55

2 identicon

Hverju orði sannara Dunni

Björn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Mikið er þetta á málefnalegum nótum hjá þér. Væri kannski ráð að lesa bréfið til útvarpsstjóra sem er hér: Verið er að brjóta lög og reglur um Ríkisútvarpið nema öðrum sjónarmiðum sé einnig veittur sambærilegur aðgangur

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 17:54

4 identicon

ástþór hvenar ætlar þú að skilja þjóðinn vill þig ekki sættu þig við það og hættu þessu ruglii

hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 18:26

5 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill og mikið er ég samála þér Dunni.


Heidi Strand, 13.1.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband