Til hamingju Stefán og allt þitt fólk

Sefan GislasonStefán Gíslason er vel að því kominn að eiga mark ársins í danska boltanum árið 2008.  Stefán hefur átt frábært tímabil með Bröndby og fær flotta staðfestingu á því með viðurkenningunni fyrir mark ársins.

Stefán hefur átt einstaklega farsælan fótboltaferil og það sýnir best álit þjálfara hans á honum að hann er gerður að fyrirliða, bæði Lyn og Bröndby fljótlega eftir að hann gengur í raðir liðanna.  Stefán var besti miðvallarleikmaður í norsku deildinni þegar hann lék með Lyn og nú er hann í fremstu röð í dönsku úrvalsdeildinni og er maðurinn sem dregið hefur vagninn fyrir Bröndby.

Það er líka skemmtilegt að vita til þess að Eskifjörður, 1000 manna þorp á íslenska Austurlandinu, skuli eiga tvo frambærilega atvinnumenn í fótbolta þá Stefán og Eggert Jónsson. Það sýnir að vel hefur verið unnið hjá Austra gamla.  Áfram Austri 


mbl.is Stefán Gíslason átti mark ársins í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo er Valur Fannar, bróðir hans, einnig frambærilegur knattspyrnumaður og svo er ekki langt í Stöðvarfjörð, en þaðan er Ívar Ingimarsson.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Dunni

Valur Fannar er líka mjög góður knattspynrumaður og ekki síður góður drengur.  Þeir eru fínir drengir þessir bræður eins og þeir eiga kyn til.

Ívar  er líka glæsilegur knattspyrnumaður. Það vantar ekert á það. Og ég efast ekki um að hann er fínn drengur líka eins og Stöðfirðingar almennt eru. Það var hvergi betra að lenda í löndunarbið en á Stöðvarfirði á loððnunni í gammla daga. Þá slógu kerlingarnar upp félagsvist í bænum og buðu okkur að vera með. Fengum gjarnan kaffi og rjómavöfflur.  Svo þegar maður hringdi heim frá símstöðinni fékk maður sjómannaafslátt.  Borgaði aldrei meira en eitt viðtalspil þó maður talaði í fimm.  Slíku fólki gleymir maður ekki.  

Dunni, 11.1.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband