500 fyrir Ísrael 50000 fyrir friðinn

Það var mikið fjör í Ósló í kvöld. Milli fjögur og fimmhundruð manns söfnuðust fyrir framan Stórþingið og hlustuðu á Siv Jensen, formann Framfaraflokksins mæra Ísrael og verja gerðir gyðinga á Gaza.  Þeim fundi var reyndar splundrað af 1000 ungmennum sem mótmæltu brölti Ísraelshers. Lögreglan skakkaði leikinn með táragsi.

Rétt handan hornsins, á Youngstorginu, söfnðust tugþúsundir manna saman til að fara í blysför um götur Óslar fyrir friði.  Siv Jensen ætlaði einnig að taka þátt í friðargöngunni en eftir útifundinn við Stórþingið, þar sem hróp voru gerð að henni, var hætt við að láta hana gang með hinum friðsælu blysgöngumönnum.

Farið var í friðargöngur í flestum stærstu bæjum Noregs í kvöld og talið er að nær 50000 Norðmenn hafi sýnt friðarvilja sinn í verki með þátttöku í göngunum.


mbl.is Ráðist á stuðningsmenn Ísraela í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Ha!!!!????

Er fremskridspartiet svona ruglað???

Ég gerði mér grein fyrir að þeir eru á móti innflytjendum, en ekki að þeir væru svona bolaðir......

Ingunn Guðnadóttir, 8.1.2009 kl. 23:13

2 identicon

Mér finnst reyndar Siv með eindæmum heimsk og tvöföld að byrja á að verja gjörðir Israel og svo að ætla í friðargöngu sem var til að minnast fórnarlamba átakanna....sem eru flestöll Palestínumenn!!

Sigrún (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:30

3 identicon

Þar féll Framfaraflokkurinn niður úr öllu í áliti hjá mér. Ég sem hafði alltaf skellt skollaeyrum við þessu tali um að hann væri hægri öfgaflokkur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 07:52

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bara eitt atriði. Það eru Ísraelar en ekki Gyðingar, sem eru að fremja fjöldamorð á Gasa.

Það eru ekki allir Ísraelar Gyðingar og það eru ekki allri Gyðingar Ísraelsmenn. Reyndar eru aðeins um 40% Gyðinga í heimunum búsettir í Ísrael. Það eru svipað margir Gyðingar búsettir í Bandaríkjunum.

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2009 kl. 09:01

5 Smámynd: Dunni

Hárrétt Sigurður.  Þetta var ónákvæmt hjá mér.  Hins vegar skilst mér að yfir 90% Gyðinga styðji Ísraela og það eru Gyðingarnir í Bandaríkjunum, ásamt ríkisstjórninni þar í landi, sem fjármagna villimennskuna.

Dunni, 9.1.2009 kl. 09:07

6 identicon

Þegar ég gagnrýni þessa grimmd og stríðsglæpi fyrir botni miðjarðarhafs, verð ég stundum stóryrtur jafnvel orðljótur. Þá gæti ég mín á því að tala um zionista. Þá get ég varið mig gegn því að vera sakaður um gyðingahatur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:18

7 Smámynd: Heidi Strand

Siv Jensen er að fiska í grugguðu vatni. Fremskrittspartiet er að reyna að ná atkvæði frá Kristilegu Þjóðarflokkurinn vegna þess að stór hluti stuðningsmanna þeirra eru það einungis vegna stuðnings flokksins við Ísrael.

Stuðning við Ísrael er stuðning við fjöldamorðunum á Gaza.

Heidi Strand, 9.1.2009 kl. 16:33

8 Smámynd: Dunni

Mikið til í þessu.   Það er nefnilega ekkert langt á milli KRF og Frp.  Samt getur Dagfinnur Hábrotni ekki hugsað sér að hafa Siv með sér í ríkisstjórn.

Dunni, 9.1.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband