Guðjón góður ræðukóngur

Það er alltaf gott þegar ræðukóngar Alþingis eru menn sem hafa eitthvað að segja.  Guðjón Arnar er tvímælalaust einn þeirra.  Hann stendur vörð um gömul og góð gildi eins og trúmennsku og heiðarleika auk þess sem hann hefur heilbrigða nýtingu aðalauðlindar þjóaðrinnar, fiskikvótann, að leiðarljósi í baráttu sinni fyrir réttlátara samfélagi á Íslandi.  Get ekki ímyndað mér að  veðsetning kvótans hefði hafnað í þýskum banka hefði Guðjón haft eitthvað um málið að gera.

Mér finnst dálítið sorglegt að Jón Bjarnason skuli vera meðal þeirra sem eyða mestum tíma í ræðustóli.  Hann ætti eiginlega að vera vinnudýr í þingflokki VG eins og sá mæti maður Geir Gunnarsson var hjá Alþýðubandalaginu á sínum tíma.  Jón hefur nefnilega, eins og Guðjón, oft mikið að segja og greinilegat að hann vill standa vörð um réttlæti í samfélaginu.  En hann er bara svo einstaklega leiðinlegur ræðumaður.  Ég, sem setið hef hundtryggur fyrir framan sjónvarpiðog fylgst með umræðum í þIngini í haust, næ nánast aldrei samhenginu í því sem Jón er að segja.

Ég skil ekki af hverju Einar Már hefur misst málið.  Hann var aldeilis ekki mállaus hér á árum áður.

 


mbl.is Guðjón Arnar nýr ræðukóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband