Flugfélag & Ferðaskrifstofa

Það reyndist ferðaþjónustunni afar dýrkeypt á sínum tíma þegar Flugleiðir voru bæði flugfélag og ferðaskrifstofa.  Flugfélagið, sem ferðaskrifstofurnar keyptu sína þjónustu af, var líka í samkeppni við ferðaskrifstofurnar.  Þetta samkurl gafst illa þá og ég sé ekki að það komi til með að ganga betur nú.

Sá er reyndar munurinn að nú á Iceland Express flestar stærstu ferðaskrifstofurnar meðan Fluleiðir áttu á sínum tíma Úrval auk þess sem félagið sjálft seldi pakkaferðir út um allt í samkeppni við Samvinnuferðir Landsýn, Útsýn, Sögu, Atlantik ofl.  Það segir sig sjálft hver fékk bestu dílana. 

Það dugði Úrvali reyndar ekki.  Sú ferðaskrifstofa var alltaf illa rekin og á endanum losuðu Flugleiðir sig við hana í hendurnar á Útsýn og til varð ÚÚ. 

Vonandi að samkeppnisráð fygist nú grant með því sem gerist á ferðamarkaðnum.  Það er óþarfi að íslenskur almenningur þurfi að greiða hærra verð fyrir ferðalög sín þegar meirihluti ferðaþjónustunnar er komin á hendur einum útrásarvíkinganna.  Nóg er nú samt.

 


mbl.is Iceland Express eignast Ferðaskrifstofu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Iceland express mun ekki vera flugfélag heldur vera með vélar á leigu frá allt öðru flugfélagi þó svo að þeir merki leigu´vélarnar sjálfum sér. Iceland express mun vera ferðaskrifstofa allt eins og sú sem félagið er nú að taka yfir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.1.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband