Sauðahjörð

Það er með ólíkindum að fullorðið fólk taki þátt í sjálfsögðum mótmælum með hulin trýni á bak við klút. Hver á að geta tekið mark á mótmælum fólks sem ekki vill láta þekkja sig? 

Mótmælahrynan sem dunið hefur í höfuðborginni undanfarna mánuði er mjög af hinu góða.  Fólk þjappar sér saman og sýnir stjórnvöldum hver vilji þess er.  Vandamálið hjá okkur er bara það að það er engin hefð fyrir´kröfugöngum og mótmælum.  En þegar við erum búin að koma skipulagi á þetta besta baráttuvopn almennings fer það að virka.

Ég er nokkuð klár á að ráðherrar ríkistjórnarinnar ganga ekki allir áhyggjulausir til náða á kvöldin.  Nema því aðeins að þeir gefi skít í þjóðina sem þeir eiga að ÞJÓNA en ekki drottna yfir. 

Árni Matt og Björn Bjarnason hafa nú báðir fengið ákúrur frá umboðsmanni Alþingis og virtasti lagaprófessor þjóðarinnar hefur lýst því að þeir hafi brotið stjórnsýslulög.  Virðing almennings þrýtur með degi hverjum meðan þeir sitja í embætti og gefa skít í álit þjóðarinnar, umboðsmann Alþingis og Sigurð Líndal.  Þeir verða hart  dæmdir og tæplega verður þá að finna á framboðslistum flokks síns við næstu kosningar sem vonandi verða í vetur.

Geir Hilmar og Ingibjörg bera ábyrgð á því að þessir siðblindu lögbrjótar sitja enn í ráðherrasætum sínum.  Þeim verður legið á hálsi aumingjaskap af því þeir voru ekki reknir daginn sem umboðsmaðurinn birti álit sitt.

Ég er ekkert að fara fram á að nýjir stjórnmálaflokkar spretti upp eins og gorkúlur.  En það er alveg ljóst að kjósendur verða heldur betur að heimta vilja sinn þegar listarnir verða settir saman fyrir Alþingiskosningarnar með vorinu.  Það er deginum ljósara að Ingibjörg Sólrún er óhæf til að leiða Samfylkinguna sem er að verða að samspillingu undir hennar stjórn.  Varla verður Geir Haarde leiðtogi Sjálfstæðismanna mikið lengur en til vorsins. 

Í Framsóknarfjósinu eru kýrnar eitthvað að brölta um þessar mundir og kálfarnir að rífa sig af spenunum.  Þeir gefa greinilega skít í gömlu nautgripina sem þegar hafa lagt á flótta út úr fjósinu.  Þar fyrsti fjósamaður, Guðni Ágústsson, meðal þeirra sem leiðir flóttan.  Verður bæði skemmtilegt og fróðlegt að fylgjast með því hvernig nautin raðast á básana í byrjun febrúar.

Það er mörg verkefni framundan hjá sameinaðri íslenskri þjóð. Það mikilvægasta er að halda stjórnmálamönnunum á tánum.  Það gerist best með að sýna þeim hverjr það er sem valdið hefur ef á reynir.  Nefnilega þegnar lýðveldisins sem stjórnvöld eiga að þjóna en ekki öfugt.

Vona svo innilega að hinir stóru friðsælu mótmælafundir haldi áfram að vekja bæði þjóð og þing til dáða.  Ég hef séð hver áhrif samstaða fólksins getur haft á stjórnmálamenn í Noregi.  Bara nú síðustu vikuna hafa tugir þúsunda Norðmanna mætt í harðar mótmælagöngur að ísrelska sendiráðinu.  Heimurinn hefur séð hvernig Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra hefur brugðist við. 

Við Íslendingar getum þetta líka.  Viljinn er allt sem þarf sagði Gunnar Thor með svo eftirminnilegum hætti.  Ég trúði honum þá og trúi þessu enn.   


mbl.is Mótmæla við Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Dunni. Det er ikke uten grunn at folk gjemmer bort ansiktet sitt.
Det jeg er redd for angående masker, er at folk med andre hensikter  skjuler seg i mengden og at det også er større fare for voldshandlinger når folk er skjult.
Som tilstanden er her, så forstår jeg godt de som skjuler seg.

Det er er mere tradisjoner for demonstrasjoner i Norge og den vanlige borger bryr seg mere om hva som skjer.
Her blir demonstranter kritisert og utskjelt. Noen får ødelagt eiendelene sine. Ingen ting er bra nok.
Hvis det er fredsommelig protester, blir det ledd av en og sagt at det har intet å si og ingen lytter og hvis det er litt mere agressivt, er vi pakk, komunisterjævler osv.
Her går diskusjonen mest ut på hvordan det demostres og hvor mange deltar.
Poenget vil mange helst ikke snakke om.

Noen deler denne situasjonen som her er opp i venstre og høyre og de som hardest støtter Geir og co. tar det som en personlig fornærmelse når folk demonstrerer mot korrupsjonen.

Heidi Strand, 7.1.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Dunni

Það er nú einmitt vandamálið.  Frjálshyggjupostulunum tókst á tímabili að fá almenning til að gera grín að  þeim sem tóku þátt í mótmælum.  Verkföl voru talinn glæpur og aðeins skríllinn sem þátt tók í þeim.  Allt sem var félagslegt var gamaldags, hallærislegt og til óþurftar í heimi nýfrjálshyggjunnar.

Dunni, 7.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband