Að íslenskur banki skuli framselja veð í íslenskum fiskikvóta hlýtur að nálgast að vera landráð eða í besta falli glæpamennska nema hvort tveggja sé. Ég hef alla tíð staðið í þeirr meiningu að fiskikvótinn væri, samkvæmt lögum, á íslenskum höndum. Einnig að útlendingum væri bannað að eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Svo er það íslenskur banki, þar sem stjórnarformaðurinn kemur frá einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og er um leið eigandi að stórum hluta kvótans, sem framselur veð í kvótanum til þýsks banka.
Er þessi gjörningur í einhverju samhengi við það að stjórnarformaðurinn og útgerðarmaðurinn rekur einnig umsvifamikla útgerð í Þýskalandi. Ég alla vega vona að það sé ekki raunin heldur sé þetta tilviljun og afrek ómerkilegs bankastjóra.
Þetta dæmi sýnir best að kvótinn er best geymdur í eigu íslenska ríkisins og að útgerðamenn geti keypt sér þar þann kvóta sem þeir hugsa sér að veiða á árinu. Nákvæmlega eins og þegar við förum í Kaupfélagið og kaupum þar kornfleksið sem við ætlum að éta þessa vikuna. Það er eina örugga tryggingin fyrir því að aðal auðlynd þjóðarinnar verði ekki gefin útlendingum.
Það eru talin landráð að leka ríkisleyndarmálum til útlendinga. Njósnarar eru dæmdir sem landráðamenn. Hvað má þá segja um menn sem gefa, ekki bestu, heldur lang bestu mjólkurkúna til samkeppnisaðilans. Ég verð að segja eins og er að ég hefði aldrei trúað því að svona nokkuð gæti gerst. Og alls ekki í skjóli Máa.
Skil mæta vel vonbrigði þeirra Þorbjarnarmanna. Glitnir hefur greinilega rekið hnífinn í bakið á þeim. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort bankamennirnir verði dregnir fyrir dómstóla og látnir sæta ábyrgð.
Erlendir bankar með veð í kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
í eigum íslenska ríkisins? að stjórnmálamenn stokki upp allt á fjöguara ára fresti með tilheyrandi óstöðugleika. ef þér finnst ástandið slæmt í dag þá hefur ekkert séð miðað það hvernig verður ef þú lætur einhverja handónýta stjórnmálamenn fá völd. viltu virkilega gefa þeim meiri völd? finnst þér, þeir standa sig svo vel að þeir verði bara að fá meiri völd?
Fannar frá Rifi, 7.1.2009 kl. 13:22
Stjórnmálamennirnir eru ekkert annað en spegilmynd þjóðarinnar. Þar með bæði af þér og mér. Það er líka undir þér og mér komið hverjir veljast til að stjórna samfélaginu. En það liggur nú staðfest fyrir að nýfrjálshyggjugreifunum er ekki treystandi fyrir eignarhaldi á auðlyndinni.
Dunni, 7.1.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.