Dóri vinnur Grettistök

Halldór Einarsson, Henson, er mætur maður. Góður, jákvæður og einstaklega uppfinningasamur og frjór.  Eiginlega held ég að ég hafi alltaf verið stuðningsmaður hans í einu og öllu nema dýrkun hans á Val.  Valur var og er náttúrulega hans félag og því uni ég Dóra vini mínum vel að ganga erinda ránfuglsins.

En þegar hann ætlar að reysa Alberti Guðmundssyni varða vona ég að það verði aðeins fyrir hæfni hans á fótboltavellinum.  Þá  get ég haldið áfram að styðja hann.  

Sennilega hefur stjórnmálamaðurinn og "vinur litla mannsins" eitthvað þvælst fyrir áhuga  Eggerts M.  "Vinur litla mannsins" þvælist líka fyrir mér er nafn Alberts er nefnt.  Hann reyndist nágranna sínum á Laufásveginum alla vega ekki vel er hún virkilega þurfti á "vini sínum" að halda.

En mikið rétt. Albert var fyrsti atvinnumaður Norðurlandanna í fótbolta. Og vinur hans og maður ekkjunnar á Laufásveginum gaf mér bókina um Albert þegar ég var 8 ára gamall. Ég spjallaði stundum við Albert er hann gekk um Laufásveginn og það var alltaf gaman. En eftir að vinur hans dó gleymdi hann öllum sem bjuggu austan við númer 68 á Laufásveginum.  Því miður.


mbl.is Stytta af Alberti rís á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ég hef löngum hlustað á það sem Halldór Einarsson hefur haft að segja. Hann er hinn ágætasti maður, sem hefur lært af mistökum og gert gott úr hlutum. Sannarlega maður til að taka eftir.

Alber, hvað elskan mín, Valur hvað....??? Fótbolti....?

Hinsvegar elska ég Laufásveginn altaf jafn mikið. Hugsa að ég flytji þangað þegar ég  verð gömul. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Dunni

Laufásvegurinn er toppur  vinkona. Dvaldist langdvölum þar hjá afa og ömmu og þar fengum við Inga mín okkar fyrsta heimili. Leigðum hjá vininum og síðar ekkjunni eftir að vinurinn dó.  Með honum dó vinskapurinn og það sárnaði mér.

En við höfum öll okkar mann að geyma. Ég veit að hvorki þú eða ég þurfum að óttast dóminn ef við höldum því striki sem við höfum haldið hingað til.  Ég þakka "jarlinum" í Pöntun mikið fyrir það sem ég hef náð og þú átt hnum mikið meira að þakka.

Dunni, 3.1.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband