Það er fyrir löngu tímabært að gera Fagradalinn að almennilegum og öruggum vegi. Ekkert vantar á umferðina yfir Dalinn en Vegagerðin hefur sofið áratugum saman án þess að átta sig á því að Fagridalurinn er fjölfarin þóðbraut.
Vegna sofandaháttar ríkisvalds og Vegagerðarinnar hefur þessi asnaslóði kostað alltof mörg mannslíf. Nú er tími til kominn, í kreppunni, að ríkið skaffi nokkur störf með endurbætum á slóðanum milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar.
Útafakstur á Fagradal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ja,hérna. Er þér alvara? Ég hef farið nokkrum sinnum um Fagradal og fundist þetta hinn besti vegur, hef reyndar ekki farið hann að vetri til. Kannski finnst mér þetta bara af því bý og starfa á Vestfjörðum, ferðast mikið í starfinu. Var t.d. að koma heim úr vinnuferð frá Ísafirði til Tálknafjarðar. Það er nú leið sem ég vildi sjá VEG um löngu áður en farið er að endurnýja veginn um Fagradal. Gæti nefnt ýmsa aðra spotta hér á Vestfjörðum, t.d. í Barðastrandarsýslunni. Hefur þú ekið um Vestfirði? Að vetrarlagi?? Líklega ekki.
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:59
Eggert minn. Ég hef marg oft ferðast um vestfirska vegi að vetri til. Það hefur bara ekkert með Fagradalinn að gera. Veit vel að þið þurfið vegbætr fyrir vestan og vona að þið fáið þær. Það flýtir alla vega fyrir flótta ykkar úr heimmabyggð ef þið fáið göng undir Vestfjarðakjálkann og Breiðafjörðinn.
Held bara að umferðin um Fagradalinn sé töluvert meiri en á milli Ísafjarðar og Tálknafjarðar. En efast ekki eina mínútu um að þið þurfið almennilegan flóttaveg.
Fyrir austan viljum við hins vegar almennilegan veg fyrir þá sem þar búa og ætla sér að búa.
Dunni, 3.1.2009 kl. 23:00
Víst er mun meiri umferð um Fagradal heldur en milli Ísafjarðar og Tálknafjarðar, enda er vegurinn um Fagradal mokaður daglega, ef þörf er á. Snjómokstursreglur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar eru svona: Mokað 2 daga í viku, vor og haust, meðan snjóalög leyfa. Leiðin er sem sagt lokuð gjarnan 3-4 mánuði samfleytt á hverjum vetri, stundum meira. Fyrir utan svo dagana á milli mokstursdaga, þau tímabil sem eitthvað er mokað. En þetta veist þú nú náttúrulega fyrst þú hefur marg oft ferðast um svæðið. Gæti þetta haft eitthvað að gera með minni umferð en um Fagradal?
Varðandi flóttaleið, - fólksflótta. Skv. tölum Hagstofunnar fjölgaði um 65 á Vestfjörðum 1. des. 2007 - 1. des. 2008, á sama tíma fækkaði á Austfjörðum, muni ég rétt. Kannski þarf einmitt flóttaveg á Vestfirði, - fyrir Austfirðinga og aðra til að flytja til Vestfjarða!! Vonandi getum við verið sammála um að víða um landið er þörf mikilla samgöngubóta, það eru, almennt talað, einhverjar arðbærustu framkvæmdir sem hægt er að ráðast í.
Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:02
Hef nú keyrt þennan blessaða Fagradal ansi oft, enda bjó ég á Héraði fyrstu 25 ár ævinnar, og veit því hvernig þessi vegur var og hvernig hann er orðinn. Það er lítið yfir honum að kvarta í raun, reyndar finnst mér eins og minna sé lagt í vegina eftir því sem maður fer lengra frá R.vík, t.d. finnst mér vanta upp á að vegaaxlirnar séu nógu breiðar og aflíðandi, merkingar mættu vera betri o.s.frv.
Vegir á Vestfjörðum eru í algjöru lamasessi, gleymi t.d. seint þegar ég fór Steingrímsfjarðarheiði fyrir 4 árum, þvílíkur moldarafleggjari og er löngu komin tími á að hann, sem og fleiri vegir verði gerðir almennilegir fyrir vestan.
En svo við víkjum aftur af veginum á Fagradal, þá er hann núna orðinn mjög góður að mínu mati (mætti samt vera breiðari sem og margir aðrir vegir eins og ég sagði áðan) og hvað varðar umferðaróhöpp þar, þá man ég í fljótu bragði ekki eftir neinu banaslysi þar í mörg ár, minnir að það síðasta hafi verið út af hraðaakstri.
Elis (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:31
Skil velað Vestfirðingar þurfi greiðfæra flóttaleið suður. Þeir þurfa þó ekkert að óttast að Austfirðingar verði á vegi þeirra í göngunum. Við skreppum frekar til Færeyja en Flateyrar.
Hitt er svo annað að ég skil Vestfirðingana betur eftir stórtap KFÍ fyrir Grindvíkingum í bikarúrslitaleik KKÍ árið 1998. Þá töluðu einhverjir kvótagreifar að vestan um að þeir þyrftu að drífa sig niður á hótel og klára einhverjar hurðir. Fyrir forvitni spurði ég hvað það þýddi "að klára eina hurð".
Einn kvótagreifanna sagði mér að það væri að tæma eina hurðina á mini-börunum á Hótel Sögu.
Eftir það skil ég að það liggur á samgöngubótum milli Ísafjarðar og höfuðborgarinnar þar sem Hótel Saga stendur með öllum sínum minibörum.
Aulaskapur að fatta þetta ekki árið 1998
Dunni, 4.1.2009 kl. 01:01
Vegurinn um Fagradal var bættur töluvert... breikkaður og vegaxlir lagaðar árið 2004. Austfirðingar kvarta ekki yfir þessum vegi. Hvaðan ert þú eiginlega? Það eru margar aðrar vegabætur aðkallandi hér eystra, en ekki Fagridalur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 02:06
Gunnar. Þú ert ekki vitlausari en það að þú veist að ég er frá Eskifirði. Reyndar löngu fluttur þaðan. En það breytir ekki því að ég feraðst víða um landið þegar ég er heima.
Nú eru náttúrulega Pólverjarnir farnir frá Reyðarfirði þannig að það er ekki tvöföld umferð lengur upp á hérað. En engu að síður er Dalurinn asnasóði í samanburði við flesta vegspotta miðað við sambærilega umferð á Norðurlöndum. Þannig er það reyndar um flesta slóða í dreifbýli á Íslandi.
Reykjanesbrautin er t.d. eins og troðningur á milli hreppa í Akershúsfylki í Noregi. Það vita allir sem borið hafa saman egi heima og erlendis.
Dettur ekki í hug að nefna danska vegi því þá fer ég að gráta er ég hugsa um vegina heima.
Dunni, 4.1.2009 kl. 03:53
Það er rétt að við eigum ekki hraðbrautir á Íslandi, en vegurinn um Fagradal stenst alþjóðlegar kröfur um umferðarmannvirki, eftir lagfæringarnar fyrir 4 árum síðan.
En mín reynsla af sveitavegum á Norðurlöndum er sú að þeir eru ekkert skárri en þeir vegir sem eru bundnir slitlagi hérna. Umferðarþyngstu vegirnir eru auðvitað allt annar handleggur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 06:16
Smá viðbót. Ég hef búið á Reyðarfirði í 19 ár og man í svipin bara eftir einu banaslysi á Fagradal og það var fyrir lagfæringarnar. Ég ætla þó ekki að fullyrða að þau hafi ekki verið fleiri á þessum tíma, þar sem ég var í hálfgerðri einangrun á frystitogar fyrstu 9 árin mín hér eystra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 06:21
Sem betur fer eru banaslysin ekki fjölmörg á Dalnum. En ég man þó eftir 4. Vissulega hefur vegurinn batnað mikið og það var allt annað að aka spottan fyrir 2 árum en þegar ég var ók í fyrsta sinn bíl milli Eskefjarðar og Egilsstaða árið 1969. En það breytir ekki því að Fagridalur, ásamt nánast öllu þjóðvegakerfi eyjunnar, eins og asnaslóði í samanburði við sambærilegar flutningaæðar í nágrannalöndunum.
Dunni, 4.1.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.