Siðblind górillustjórn eða hvað

Mér finnst með ólíkindum og gott, að sjá hve samheldni mótmælenda sem mæta á Austurvöll er mikil.  Á Íslandi er lítil hefð fyrir mótmælaaðgerðum ef bera á þjóðina saman við nágrannaþjóðir sínar á Norðurlöndum og V-Evrópu. 

Reiði almennings á Íslandi er skiljanleg. En það er óskiljanlegt hve margir gera ekki þá kröfu til þeirra sem gegna ábyrgðarstöðum í stjórnkefinu að þeir hundskist burt úr embættum sínum þegar þeir hafa verið staðnir að óreiðu, vanrækslu og lygum. Og þarna á ég ekki bara við nokkra ráðherra sem sjaldnast ratar satt orð á munn.

Ég held að ég hitti aldrei svo mann í Noregi að þeir hneykslist ekki á að enn hefur engin veið látin sæta ábyrgð á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Í dag fór ég með bílinn minn á þvottastöð sem Pakistani rekur í bænum Klöfta.  Meðan strákarnir þvoðu bílinn spurði hann mig um það sem er að gerast á Íslandi.  Ég reyndi að rekja fyrir honum, sem best ég gat, söguna frá síðustu dögum september og þar til nú.

Pakistaninn sagðist sjálfur koma frá landi þar sem spilling væri mikil.  En hann sagði líka að ef ámóta atburðir gerðust í Pakistan og gerst hefðu ás Íslandi væri nokkuð ljóst að milljónir hefðu mótmælt. "Sennilega hefði lýðurinn drepið þá sem þeir TELDU bera ábyrgðina ef þeir hefðu ekki farið sjálfviljugir frá völdum.

Fari svo að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún haldi línunni sinni og greini ekki almenningi frá staðreyndum endar íslenska samfélagið eins og það er í Pakistan.  Reiði fólks verður ekki haminn endalaust.  Þann dag sem samfélagið springur vill örugglega enginn Íslendingur upplifa. Þá gætu einhverjir týnt lífi og stjórnleysið tekið völdin. Rósturnar við Hótel Borg voru eins og KFUM & K samkoma í samanburði við það sem kemur verði ekki hlustað á þjóðina 

Íslenska ríkistjórnin verður því að fara að opna augun og sýna þjóðinni að hún stýrir landinu  en ekki einhverjir embættismenn og svokallaðir ráðgjafar svo ég tali ekki um kúgaranna í IMF. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde verða að hætta að stjórna landinu eins og górilluapar sem fæðast siðblindir, lifa siðblindir og drepast siðblindir. 

Maðurinn hefur þó tækifæri til að tileinka sér siðferði. Eða er það ekki svo Ingibjörg & Geir?   

 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það var fjölmennur og flottur fundur á Austurvelli.
þverpólitísk  samstaða.

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband