Ísland er ónýtt vörumerki

Actavis er ekki eina fyrirtækið sem verður fyrir óþægindum vegna íslensks uppruna síns. Það er því miður staðreynd að Ísland er ekki sama góða vörumerkið og það var allt til síðustu daga septembermánaðar.

Bæði austan hafs og vestan hefur nafnið Ísland fengið alltof mikla neikvæða athygli og það er ekki  útrásarvíkingunum að kenna.  Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem fá gagnrýnina. 

Í fyrsta lagi fyrir svo ófullkomna einkavinavæðingu bankanna svo og stórgallaða löggjöf sem leiddi til  þess að einkavinir sjálfstæðisflokks og framsóknar gátu hagað sér að að vild með fjármuni sem þeir áttu ekkert í.  

Í öðrulegi beinist gagnrýnin að aumingjaskap stjórnvalda sem ekki vilja axla ábyrgð á sinnuleysi sínu og að þau ekki hafa nokkurn áhuga á að hreinsa tilí kerfinu.

Óbreytt ríkisstjórn, óbreytt seðlabankastjórn, sömu skarfarnir í ríkisbönkunum og báru ábyrgð á starfinu í HF-bönkunum. Í þokkabót eru sömu endurskoðendur að rannsaka rústir bankanna sem þeir höfðu gefið heilbrigðisvottorð nokkrum mánuðum fyrr.  Hvaða alvöru viðskiptajöfrar treysta slíkum vinnubrögðum?     


mbl.is Finna fyrir Íslandstengingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ísland er vörumerki? Er slík hugsun í lagi? Að landið sé vörumerki? Ég held að um leið og menn fóru að hugsa sem svo að það væri vörumerki þá töpuðu þeir því sem raunverulegt var við landið. Það breyttist í gimmik.
Svona eins og að drepa gullgæsina til að ná í öll eggin.

Ólafur Þórðarson, 8.12.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband