Dómar í kynferðisbrotamálum eru lýðveldinu til skammar

Enn bregst Hæstiréttur Íslands fórnarlömbum kynferðisafbrota.  Að Guðmundur Jónsson skuli hafa fengið 2,5 ára fangelsisdóm og vasapeninga í skaðabótagreiðslur er til háborinnar skammar.

Brot Guðmundar eru með þeim ógeðfelldari sem maður hefur heyrt um.  Maðurinn  tekur að sér veita þeim sem minna mega sín í samfélaginu skjól, með fjárhagsaðstoð frá samfélaginu, virðist gera það í þiem eina tilgangi að geta að nota sér konurnar kynferðislega.

Þetta er miklu ógeðfelldara en grófustu nauðgunarbrot þar sem hann brýtur trúnað kvenna sem treystu honum, brýtur trúnað við þá sem hafa styrkt hann til reksturs Byrgisins, lýgur blákalt upp í opið geðið á þjóðinni og kórónar glæpina með því að stela undan fé frá heimilinu til eigin afnota.

Lágmarks refsing fyrir brot af þessu tagi ætti að vera 10 ára öryggisgæsla og geðrannsókn allan tíman.  Þess í stað verður karlinn laus á miðju sumri 2010 og getur tekið upp fyrri iðju fyrir jól. 


mbl.is Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður aðeins að koma þér í takt við raunveruleikann varðandi íslenskt réttarkerfi. Það verður að vera einhver munur á refsingu fyrir brot á ákvæðum sem fela í sér kynferðisbrot án ofbeldis og þeirra þar sem ofbeldi er skilyrði eins og t.d. almenna nauðgunarákvæðið í 194. gr. hgl. Hvaðan þú færð þessa gullnu tölu, 10 ár, væri gaman að fá studda einhverjum rökum.

Ég er alls ekki að verja háttsemi Guðmunds í Byrginu ef þér skildi detta það í hug.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:10

2 identicon

Einnig bendi ég á að hámarksrefsingin í lögum fyrir brotið er hann er dæmdur fyrir er 4 ár.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Dunni

Mér er nákvæmlega sama hvaða háttsemi þú ert að verja.  En talan 10 er eki gullin í mínum huga.  Ég er að miða við dóma fyrir nauðgunarbrot, brot á trúnaði við skjólstæðinga, fjársvik og skattsvik í Noregi. 

Undanfarin ár hef ég dundað mér við að bera saman sóma fyrir kynferðisbrot sem og morð á Íslandi og í Noregi.  Þar er æði mikill munur á glæpagenginu í vil á Íslandi.  Eins og flestir sem skoðað hafa og vilja vita er 194 gr. hgl á Íslandi tímaskekkja.   

Dunni, 4.12.2008 kl. 18:46

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessi dómur er hneyksli - það er með ólíkindum að þessi ..... skuli sleppa svona vel. Svo vogar Hæstiréttur sér að stytta fangelsisdóminn. Skítt með peningana en hefur dómurunum nokkuð komið til hugar líðan stúlknanna? Eða aðstandenda þeirra? Hefur þessum dómurum nokkuð komið í huga að Guðmundur dæmdi þær til ævilangrar refsingar fyrir það eitt að vera veikar og það að treysta honum. 2 ár -------  30-40-50 ár - hver er dómur stúlknanna? eða 60 ár.  Þetta er til háborinnar skammar og er smánarblettur á Hæstarétti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.12.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband