Brýrnar loga glatt að baki Davíðs

Enn gerir Davíð Oddsson sig að fífli.  Að bera fyrir sig bankaleynd vegna slúðurs um hryðjuverkalögin er eins og hver annar barnaskapur. Ekki eitt orð af því sem Seðlabankastjórinn hefur sagt síðustu vikurnar hefur verið marktækt.  Maðurinn berst um eins og sært dýr til þess eins að reyna að bjarga því sem eftir er af heiðri sínum ef þá eitthvað er eftir.

Lausmælgi Davíðs og órökstutt rugl hans hafa kostað íslensku þjóðina meiri álögur en nokkur annar kjaftur allar götur frá landnámi.  Hafi Geir Hilmar Gaarde ekki manndóm í sér til að reka Davíð í dag á Samfylkingin að setja honum stólinn fyrir dyrnar.  Hún getur ekki verið þekkt fyrir að sitja í "ríkisstjórn" sem stjórnað er úr Seðlabankanum.  Ef Ingibjörg Sólrún stendur ekki við stóru orðin í dag þá á hún að segja af sér formennsku í flokknum.  Ég dreg í efa að hún sé hæf sem formaður nú þegar. Til þessa hefur hún verið alltof veikburða í aðgerðum sínum og alls ekki fylgt eftir orðum sínum með gerðum.

Hlakka til að sjá næstu Spaugstofu!!!


mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband