Mogginn lifi!!!

samanbrotinn_moggiSkil ekki hvað menn eru neikvæðir út í að Mogginn reynir að lengja lífdaga sína með því að gefa blaðið í nokkra daga.  Fólk á bara að brosa gleðjast yfir því að reynt sé að halda líftórunni í þessu elsta dagblaði okkar.  Skiptir engu máli hvort menn eru hlintir ritsjórnarstefnunni eða ekki.

Vandamál íslenskra fjölmiðla eru gígantísk um þessar mundir. Að það skuli aðeins vera 3 dagblöð og þau öll "ósjálfstæð" ef marka má skrif þeirra ber vott um mikla fjölmiðlafátækt. Ekki veit ég hve mörg dagblöð koma út í Noregi. Þau skipta fleiri tugum. Varla finnst svo aumt krummaskuð að ekki komi þar út eitt eða tvö dagblöð. Fríblöð eru nær óþekkt fyrirbæri hér í konungsríkinu og það sama er að segja um flokksblöð.

Þegar maður sest upp í Icelandair vélarnar og fær Moggan og Fréttablaðið í hendurnar sér maður sára lítinn mun á þessum blöðum.  Sömu fréttir, svipuð efnistök og fátæklegt útlit. Þegar kemur að rannsóknarblaðamennsku Agnesar, sem á að vera einhverskonar flaggskip á Mogga, þá bara hlær maður og hlakkar til að fá Aftenposten, DN og Dagsavisen aftur í hendurnar. Svo stendur VG alltaf fyrir sínu sem gott slúðurblað.

Hvað um það.  Sem gamall Moggastrákur vona ég að blaðið haldi lífi. Íslensk fjölmiðlaflóra má ekki við því að gamla flaggskipið sökkvi í 4 milljarðaskuldinni. Það þarf að endurreisa blaðið og moka  út áður en fengið er gott, ungt og metnaðarfullt fjölmiðlafólk til að blása lífi í blaðið áður en það verður endanlegt lík.


mbl.is Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það hefur lengi verið vitað að þeir deyjandi verða gjafmildir undir lokin. Ég hélt nefnilega að Mogginn stæði ekki það vel að hægt væri að gefa stærstum hluta þjóðarinnar blaðið.

Birkir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband