Handstýrt gjaldeyrisflæði

Nú skil ég ekki afhverju Vilhjálmur er að væla.  Við höfum kysst því hvernig getur farið þegar markaðurinn fær að ráða hvernig við förum með fjármuni þjóðarinnar. Nú súpum við seyðið af því.

Ef við horfum afturábak, til þess sem Vilhjálmur hræðist, þá sjáum við að gjaldeyrisforði þjóðarinnar óx meðan honum var handstýrt.  Við eignuðumst svo mikinn gjaldeyrisforða að stjórnvöldum fannst þau geta rýmkað um hömlurnar sem við flæktumst í er við ætluðum út fyrir landsteinana.  Og það gekk vel lengi vel.

Svo náði nýfrjálshyggjan tökum á þjóðinni og allt var gefið frjálst.  Menn gátu farið með svo mikinn gjaldeyri úr landi sem þeir gátu borið.  Það nýttu margir sér og fjárfestu drjúgt erlendis.  Menn gátu líka borið jafn mikinn gjaldeyri heim.  En það gerðu menn bara ekki. Ísland var eki nógu stór fjárfestingakostur. 

Þar með varð gjaldeyrisþurrð í Seðlabankanum sem ekki gat staðið á bak við vðskiptabankana þegar þeir þurftu á því að halda.  Framhaldið þekkjum við.  Við lifum í því í dag.


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband