Náði að sjá ca 90% af blaðamannafundi Geirs og Ingibjargar í dag. Geir hefur verið nokkuð kokhraustur undanfarnar daga og sagt að hann láti ekki kúga sig til hlýðni. Össur sagðist ekki kyssa vönd kvalarana. Ingibjörg reis af sjúkrabeði og þefaði að hönd kvalarana sem Ösur vildi ekki kyssa.
Niðurstaða blaðamannafundarins var sú að Geir lét kúga sig og Ingibjörg sleikti hendur kvalarana. Viðbrögð þeirra eru í réttu samhengi við það sem þau áður hafa sagt og gert. Þau einblíndu á IMF og eftir að ESB rókin sameinuust um að vinna gegn okkur gátu þau ekkert annað gert en að hlýða kvalaranas boðskap. Þau hafa aldrie haft eða reynt að fá yfirsýn yfir stöðu Íslands í brælunni sem við nú siglum í gegnum. Geir var eins og blindur skipsstjóri sem rýnir í radar. Hann getur ekki annað en strandað skútunni. Við fáum Icesave í hausinn þrátt fyrir að Englendingar hafi tekið yfir Landsbankann og þar með allar þær skuldir sem hvíldu á honum.
Ábyrgð Sjáfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eykst stöðugt á hörmungum almennings á Íslandi. Stjórnin verður að fara opna augu og eyru og hlusta á þjóðina sem hún hefur umboð fyrir.
Ég er ekki vanur að blogga um aðra bloggara. En nú get ég ekki látið hjá líða að nefna tvo Jóna. Bjarnason og V. Jónsson, ef ég man rétt. Sá fyrrnefndi er þingmaður og hugsuður en hörmulega máli farinn hvort sem er í ræðu eða riti ef marka má blogg hans. Svo fær maður heldur ekki möguleika til að svara blogginu hans. Þess vegna nenni ég ekki að rökstyðja skoðun mína á Hóla bóndanum. Ég hef verið nokkuð duglegur við að fylgjast með sjónvarpsútsendingunum frá Alþingi og í hvert skipti sem Jón Bjarnason tekur til máls hugsa ég; "aumingja Steingrímur að þurfa að svara fyrir þessa þvælu."
Hinn Jóninn er einhverskonar guðfræðingur held ég. Í dag bloggar hann um vönd kvalarana hans Össurar sem hann segir Ingibjörgu hafa kysst í dag. Samhengislausara rugl hef ég vart lesið nema á síðu þessa sama guðsmanns. Á hinum fyrsta hvitasunndegi gaf Guð mönnum málið og menn töluðu tungum sem ekki allir skildu en skildu samt. Ég held að Gðsmaðurinn Jón V. ætti að biðja drottinn sinn um að gefa sér mátt til að mæla á tungu sem einhver skilur. Ef mðaur ætlar að halda uppi samfélagslegri gagnrýni, í kristilegum anda, þá verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og byggja ræður sínar á bjargi krists en ekki Júdasar sem aldrei vissi í hvora löppina hann átti að stíga.
Skref í átt að ESB væru jákvæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Má ekki ætla að hrammur Evrópu sé að falla á okkur Frónbúa? Ráðaleysi landsstjórnarinnar hefur ekki tekið sjónpípuna af Brussel og það er að heyra að Evran ein og sér muni bjarga Íslandi. Þvílík regindella, sjá menn ekki kratismann og miðjumoðið kæfa Evrópu? Vita menn ekki að áratugum saman hefur hagvöxturinn verið rétt um 3% hjá Evrópu og æskan í Evrópu hefur ekki alist upp við atvinnuskapandi umhverfi. Ef Ísland lætur kúga sig og fer in þá komast Íslendingar aldrei úr þeirri úlfakreppu sem saga fyrri alda hefur að geyma.
Ef við förum inní EU má hugsanlega segja að vegna þess að kvótinn er kominn í hendur sjálfstæðra útgerða þá kemst EU ekki yfir hann en það er svo sem alltaf hægt að bjóða í kvótann og það jú borgar niður lán frá Evrópu.
Þetta er allt hið háðulegasta!
kveðja
Snorri
snorri i betel (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:19
Grétar Mar er líka virkilega góður upplesari og ræðumaður!
Björn Birgisson, 15.11.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.