Dave Edmunds and friends / Flowers, Hljómar og Roof Tops

Þetta er ekki allra besta útgáfan af Sverðdansinum en það er bara alltaf gaman að sjá Edmunds flytja þetta verk.  Hann var frábær á Spáni 1980  en enn betri var flutningurinn með Love Sculpture 1969.  Flowers tóku þá útgáfuna og fluttu með stæl í Háskólabíói þann sama vetur í keppninni, Hljómsveit Ungu Kynslóðarinnar" það ár. Liðsmenn Hljóma og Roof Tops stóðu gapandi eftir að Flowers luku sér af og lýðurinn í salnum ætlaði aldrei að hætta að klappa, hrópa, stappa og öskra. Addi Sigurbjörns var frábær á gítarinn sinn og hefur reyndar verið einn alskemmtilegasti gítarleikari  Íslands.  Hann hafði sitt eigið "sound" sem gerði hann öðruvísi. 

Þetta sama kvöld var Eskifjarðarmærin, Soffía Wedholm, valinn fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Enda lang flottasta stelpan á sviðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Fínn flutningur á Sverðdansinum Dunni. og man vel eftir því þegar Soffía var valin enda Regína systir hennar með mér í bekk hér í skólanum.

Vonandi sástu ungu drengina í Arsenal í gær þegar þeir tóku Wigan. Flottur leikur hjá þeim.

Grétar Rögnvarsson, 12.11.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innlitskvitt.

Horfi kannski á Sverðdansinn seinna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 14:56

3 identicon

Blessaður Dunni,  mér finnst nú fluttningur Villa Guðjónss. gítarsnillings og tónlistarsénís langbestur á þessu lagi. Hann spilaði það fyrir okkur Jens Guð. á Héraðsskólanum Laugarvatni 1974 á Fender Strat. ´59 model í gegnum Tesla lampaútvarp. Og var þá snarlega ákveðið að stofna band sem fékk það ágæta nafn Frostmark. Villi varð að sjálfsögðu leiðtoginn og kendi okkur sem mest hann mátti.

viðar (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Dunni.  Þetta er flott blogg. Mundu að Jesú elskar þig og hann þekkir þig.

Þormar Helgi Ingimarsson, 12.11.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Dunni

Nallarnir voru  fínir og eru að spila flottan bolta.  Virðist samt vera svolítið brothættir.  Regína klikkaði heldur ekki.  Flott stelpa þar þa ferð. 

Ég efast ekki um að Villi hefur ekkert gefið eftir í Sverðdansinum enda vel tækjum búinn.  Lampaútvörpin voru alvöru tæki.

 Það er alveg á hreinu Þormar minn að ég man eftir þessum heilræðum þínum.  Vona að þú hafir það fínt vinur.  Bið að heilsa paba þínum.

Dunni, 13.11.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband