Flottir strákar

Verð að segja að mér finnst  framtak veggjakrotaranna frábært eftir að búið var að leiða þeim fyrir sjónir hvaða heismkupör þeir höfðu unnið.  Svona nokkuð hefur komið fyrir okkur flesta gaura á ákveðnum aldursskeiðum og þá er ekkert jákvæðara en þegar menn átta sig og hreinsa síðan upp skítinn.

Sýnist þetta vera gott dæmi um hvernig foreldrar og tjónþolar beita heilbrigðri uppeldisfræði við lausn málsins.  Nokkuð viss um að það verður bið á að þessir strákar leiðist út í veggjakrot á næstunni.

Sjálfur lennti ég í því að nokkrir krakkar krotuðu á vegg  í skólanum okkar.  Ég komst að því hvaða krakkar þarna voru á ferð. Án þess að segja eitt einasta orð við þau spjallaði við forledra þeirra sem síðan mættu niður í skóla með skjólur sápu og skrúbba og byrjuðu að hreinsa krotið af skólaveggnum.  Þá bauð ég þessum vinum mínum að líta út um gluggan og þau voru illa skömmustuleg er þau sáu mömmur og pabba standa í því að hreinsa upp eftir þau.  Og út fóru þau og tóku hreingerninguna í sínar hendur án þess að það þyrfti að fara rleri orðum um það.

Tek ofan fyrir öllum sem að þessu máli komu og sjálfsagt mínum gömlu nemendum líka.


mbl.is Voru látnir hreinsa veggjakrotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha, ég held að við þurfum á fleiri mönnum eins og þér að halda í dómarasætin. Þetta minnir mann á aðferðina sem að Salómón konungur notaði þegar hann sannaði snilli sína.

Axel (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband