Hvernig getur forsætisráðherra lýðveldis leyft sér að halda því fram að forseti stærstu launþegasamtaka landsins eigi ekki að hafa skoðun á samsetningu ríkistjórnar. Bara svona heimskuleg yfirlýsing er næg til þess að Geir Haarde ætti að hugsa sinn gang. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er þegn í landinu með kosningarétt eins og allri sem komnir eru á hans aldur. Afhverju ætti hann að þegja yfir skoðun sinni á ríksitjórninni.
Auðvitað hefur forsætisráðherra ekkert með að það að gera hvernig stjórn ASÍ er sett saman. Hann hefur ekki kosningarétt á ASÍ þingunum. Hitt er annað mál að hann má hafa skoðun á stjórn eða einstökum stjórnarmönnum samtakanna.
Björgvin Sigurðsson sat í ríkisstjórninni þegar skýrslan svarta barst frá Bretlandi síðast liðinn vetur. Fleiri viðvaranir höfðu einnig komið allt frá árinu 2001. Þessar upplýsingar um háskasiglingu bankanna lágu því allar í ráðuneytinu þegar Björgvn settist í stólinn. Að sjálfsögðu átti hann að vera búinn að kynna sér málin og ræða við FME. Sú stofnun heyrir undir hann en hann ekki undir hana. Það, að hann gerði ekkert til að kynna sér málin fyrr en alltof seint, ber hann einn ábyrgð á. Það þýðir því lítið fyrir Ingibjörgu að benda á að FME hafði ekki varað bankamálaráðherrann við. Haldi hún því fram nálgast það siðblindu sem líka er næg sem brottrekstrarsök ráðherra.
Sem stuðningsmaður Samfylkingarinnar finnst mér ömurlegt að fylgjast með þjónkunarhlutverki formannsins og fyrrverandi formans við forsætisráðherra og vörn hans í málum Seðlabankastjóranna. Það er ógeðfellt hjá formanni flokks sem lýst hefur því yfir að hann vilji skipta um mannskap í brúnni á Seðlabankanum að standa síðan vörð um þessa sömu menn með forsætisráðherranum. Ekki sérlega trúverðug frammistaða Ingibjargar þessa dagana.
Ég hef marglýst þeirri skoðun minni að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra eiga að segja af sér sem fyrst eða í besta falli boða til kosninga í febrúar. Forsætisráðherra hefur skrökvað að þjóð sinni í sambandi við Davíðsmálið og lýgin er næsti bær við hernaðaraðferð Bjarna Harðar gegn Valgerði. Það virðast vera fáir sem styðja ríkistjórnina og þeim fer fækkandi og því þarf þjóðin að fá að segja hvað hún vill í kosningum
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.