Guðni og Valgerður ættu að fylgja fordæmi Bjarna

Guðni formaður og Valgerður varaformaður í framsóknarfjósinu bera ekki litla ábyrgð á því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Bæði í ríksstjórn þegar bankavinavæðingin fór fram og  það er ekki lítill þáttur í arðráni hinna vinnandi stétta sem nú bera þyngstar byrðar á skuldaklöfum bankana.

Auðvita eiga formennirnir að segja af sér og sýna af sér gott fordæmi eins og Bjarni.  Synd Bjarna er ekkert í líkingu við þann ósóma sem þau hafa skilið þjóðina í með stuðningi sínum við sjálfstæðisflokkinn síðustu kjörtímabilin.  Pólitískar hækjur og hórur eiga engan rétt á sér á  Alþingi.  Þess vegna eiga Guðni og Valgerður að gera þjóðinni þann greiða að seggja af sér.  Annars verða þau bara rekin í næstu kosningum.


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta, því Valgerður ber stærsta ábyrgð nokkurs íslensks pólitíkusar á bankaklúðrinu sem höfundur einkavinavæðingarinnar og framkvæmdaaðili sem bankamálaráðherra þess tíma - með góðu liðsinni Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Ég á hinsvegar ekki von á að framsókn verði til sem þingflokkur eftir næstu kosningar, hvenær sem þær verða.

Búmaður (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Hallur Magnússon

En þá er jafn ljóst að Geir Haarde, Árni Matthiesen, Björgvin G. og Ingibjör Sólrún eigi líka að fjúka - fyrir fádæma fúsk undanfarna mánuði - sem ahfa komið okkur þar sem við erum.

... og Davíð Oddsson

Hallur Magnússon, 11.11.2008 kl. 11:52

3 identicon

Keppast nú stjórnarliðar að benda útfyrir eigin kamar á blóraböggla þegar þeim væri nær að skeina eiginn rass. En það er víst ekki til neinn klósettpappír. Davíð geymir hann í Seðlabankanum

Smári (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:04

4 Smámynd: Dunni

Hallur.  Ég hef marg oft bloggað um að Geir, Árni, Björgvin, Björn B. og að sjálfsögðu Seðlabankagengið  og Fjármálaeftirlitið á að sjá sóma sinn í að segja af sér.  Mér finnst líka vera koma tími á Ingibjörgu ef hún ætlar að láta það viðgangast að Geir sparki ekki seðlabanakstjórninni.

Annars ber Samfylkingin ekki höfuðáhersluna í bankahruninu.  Það gera þeri sem einkavæddu bankana áður en þeir höfðu samið lög sem pössuðu breyttum aðstæðum 

Dunni, 11.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband