Makríllinn og svektir Skotar

 

IMG_0004

250 tonn af makríl.  Og það var unun að veiða þessi kvikindi sumarið 1974 

Enn eninu sinni fara Skotar að skæla yfir fiskveiðum Íslendinga. Þeim hefur alltaf sviðið að okkar sjómönnum hefur gengið betur að veiða flestar fiskitegundir en þeim sjálfum.

Íslendingar eru ekkert að veiða makríl í skoskri lögsögu og ég veti ekki til þess að við höfum gert neina samninga við Skota um hvað við meigum veiða íókkar eigin landhelgi.  Því kemur það  úr hörðustu átt þegar sagt er að Íslendingar fari með frekju og yfrgangi um makrílstofninn.  Makrílstofninn færir sig nær Íslandi vegna þess að hitatig sjávar hefur hækkað á norðurslóðum og á því græðum við nú um stundir.

Égman ekki til þess að Íslendingar hafi nokkurntíma farið með frrekju og yfirgangi um breska lögsögu.  Við héldum lífinu í hundruðum þúsuna Breta í gegnum öll stríðsárin þegar sjómenn okkar lögðu líf sitt að veði til að færa þeim fisk að éta.  Þakklæti þjóðanna á Stóra-Bretlandi hefur hins vegar verið rányrkja á Íslandsmiðum, ofbeldi gegn íslenskum sjómönnum, herskipaárásir á varðskipin okkar í hvert sinn sem við höfum fært út landhelgi okkar. Breski sjóherinn hefur m.a. myrt íslenskan sjómann að störfum um borð í varðskipi.  Við gengum aldrei lengra en að klippa trollið aftan úr togurunum og senda þá halastífða heim.

Við veiðum makrílinn í bræðslu. Það er alveg rétt. Enda er þetta feitur og fallegur fiskur og gefur úrvals mjölog gott lýsi.  Svo er hann náttúrulega asskoti góður í makrílbollur.  Gallinn við hann til átu er að hann er svo ljótur á litinn. Nema þegar hann r niðursoðinn í tómat eða reyktur.

Að halda því fram að við séum misþyrma vistkerfinu með makrílveiðum, eins og ég hef séð á blogginu, er samat nokkuð langt gengið. Ef einhverjir misþyrma vistkerfinu með makrílveiðum eru það Skotar sjálfir sem veiða meira en 50% af þeim makríl sem veiddur hafsvæðinu þar sem makrílinn er að finna.

 


mbl.is Saka Íslendinga um ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband