Jonas Gahr Støre er sá stjórnmálamaður norskur er mestrar virðingar nýtur í heimalandi sínu. Það er því óhætt að hlusta og taka mark á orðum hans.
Nú er Jonas á íslandi að kynna sér ástand mála. Hann hefur lýst því yfir í norskum fjölmiðlum að ástandið á Íslandi sé svart og að í þetta sinn sé það ekki vegna náttúruhamfara heldur af mannavöldum. En sökum frændsemi þjóðanna og fyrri tengsla verði Normenn að stilla umm í liðnu sem kemur Íslandi á lappirnar aftur.
Normennirnir tala mikið um sameiginlega hagsmuni þjóðanna og þeir eru sjálfsagt all miklir. Það skiptir báðar þjóðir miklu máli að vernda fiskimiðin í Norður Altlandshafinu. En hagsmunir Norðmanna af að hjálpa Íslendingum eru ekki bara fólgnir í vexti á þorski og síld. Þeir geta ekki hugsa þá hugsun til að við vendum okkur til ESB og skiljum þá eina utan við Evrópusambandi. Það þýðir að við náum betri mörkuðum en þeir í Evrópu og getum m.a stjórnað því, með örðum fiskveiðiþjóðum sambandins, hvaða samningum þeir ná fyrir sínar sjávarútvegsafurðir. Þar fyrir utan hefðum við ESB sem bakhjarl þegar kæmi að samningum við Norðmenn um veiðar Barentshafinu og Svalbarðasvæðinu.
Svo er það Rússaógnin sem norsk stjórnvöld vilja helst ekkert um tala. En stjónarandstaðan heldur ekki kjafti um hvað gerast kunni í Norður-Atlandshafinu komist þeir bakdyramegin að Íslendingum með rausnarlegu láni á krepputímum. Það er hið ráunverulega stóra pólitíska mál en ekki hvort sjómenn okkar veiði nokkra þorsktitti eða síldarbröndur á norska fiskveiðisvæðinu.
En það er staðreynd að almennningur í Noregi hefur sterka samúð með íslensku þjóðinni núna. Meðan það hlær að flónunum í íslenska stjórnarráðinu og hefur skömm á apaköttunum í seðlabankanumveit það að hin vinnandi maður á íslandi ber afar takmarkaða ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á eyjunni. Norska þjóðin ber hlýhug í brjósti til Íslendinga. Okkur ber að sýna henni þakklæti fyrir það.
Gahr Støre: Djúp og sterk tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Það má heldur ekki vanmeta þann styrk sem Norðmenn (og væntanlega sumir Íslendingar) sjá fyrir sér að mögulegt náið samstarf þessara tveggja ríkja, getur myndað.
Ef við leikum okkur að þeirri hugmynd að Ísland og Noregur vinni mjög náið saman og myndi jafnvel eigið efnahagsbandalag, þá er verið að tala um gríðarlegar auðlindir sem slíkt bandalag réði yfir.
Ekki aðeins er um að ræða olíu og fisk, heldur einnig hin gríðarstóru súlfatasvæði sem eru bæði á Kolbeinseyjarhrygg og Reykjaneshrygg, ásamt kjörlegu við eina af fjölförnustu siglingaleiðum heims.
Og jafnvel í meðallagi framsýnir menn geta látið sig dreyma um þá möguleika sem bætast við ef Færeyjar og jafnvel Grænland verða sjálfstæð ríki í framtíðinni, og þar með hugsanlega hægt að lokka þau inn í slíkt samstarf.
Þarna sjá menn væntanlega möguleika á nokkurs konar "Norðurveldi" sem hefur umtalsverðan efnahagslegan styrk í krafti auðlinda og möguleika á hátækniframleiðslu.
Fyrrum norskur netverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:44
Ég verð að segja að hugmyndin um Norðurveldi hugnast mér mun betur en ESB. Held það yrði miklu sjálfstæðari samtök sem stæði vörð um mikla hagsmuni norðurslóðar. Eitthvað sem ég get ekki ímyndað mér að ESB-lönd geri nema með sína eigin hagsmuni í forgrunni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:01
Ekki veitir af mótspyrnu við globaliseringuna sem birtist manni um allan heim.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:02
Ég er smeykur um að Norðmenn hugsi á sama hátt og ESB. Mest um sína eigin hagsmuni. Þeir hafa jú tekið nánast allt Norður Atlandshafið og fært undir sína lögsögu og komist upp með það. Mest vegna þess að þegar þeir framkvæmdu þann gjörning voru fikimiðin á því hafsvæði ekki eins eftirsótt og þau hafa verið síðustu 30 árin.
Norsarar eru nú einu sinni þannig að ef þeir finna eitthvað sem þeir halda að engin eigi slá þeir eing sinni á það tafarlaust. En þeir eru nú samt góðir blessaðir.
Dunni, 3.11.2008 kl. 16:19
Mikið rétt. Maður hefur lítið heyrt minnst á hin ríku súlfatasvæði sem finnast bæði fyrir norðan landið og sunnan. Man ekki betur en talað væri um þau sem fjársjóð er þau fundust. Síðan hafa stjórnvöld ekkert gert annað en að skima eftir álverum.
Við höfum ekki alltaf verið klók er við höfum kosið okkur Alþingismenn. Oftar en ekki eru það þeir hugmyndasnauðu sem planta sér í stjórnarráðið.
Dunni, 3.11.2008 kl. 16:29
Vissulega hugsa Norðmenn um sína kjötkatla. Ég myndi þó í fljótu bragði halda að þeirra hagsmunir færu betur saman við okkar heldur en til dæmsi Frakka, Ítala eða einhverra Austur-Evrópuþjóðanna sem nú flykkjast í sambandið. Bráðum gæti ESB orðið eins og Eurovision...
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:37
Sammála.
Dunni, 3.11.2008 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.