Nú er svo komið að fjölmiðlar landsins eru komnir á tvær hendur. Þjóðin á RÚV en Jón Ásgeir hina fjölmiðlana. Það er því ljóst að nú er sú litla samkepnni sem var í fjölmiðluninni að engu orðin. Jón Ásgeir er orðinn stærsti hluthafi í Árvakri og þar með kominn með Moggan í rassvasann samþykki samkeppniseftirlitið kaupin. Hann á líka Fréttablaðið, og ljósvakamiðlana sem tilheyrðu 365 þar til í gær.
Þetta væri svo sem gott og blessað í venjulegu árferði þar sem hver fjölmiðill hefði sjálfstæða stjórn og ritstjórnarlegt frelsi. En því er ekki að heilsa. En eftir því sem mér skilst hefur samstarf ritsjórnanna á 365 miðlunum alltaf verið að aukast. Að sjálfsögðu í sparnaðarskyni. Þannig að sama fólkið er meira og minna að grauta á milli fjölmiðlanna. Þetta er að sjálfsögðu afleitt og sennilega ein ástæða þess að íslensku fjölmilarnir eru hver öðrum líkir. Maður fær sömu fréttirnar með sama vinklinum hvort sem maður les Moggan eða Fréttablaðið. þannig eru bæði blöðin að fremja seigdrepandi sjálfsmorð. Fólk missir áhuga fyrir þeim.
Það þarf ekki annað en að fylgjast með skrifum blaðanna um efnahagshrunið síðasta mánuðinn. Sömu fréttir, sömu viðmælendur, sömu vinklar og sömu svör. Reyndar hefur RÚV-ið og vísir.is verið reynt að fara aðrar leiðir og heppnast nokkuð vel. vísir.is er oftast fyrstur með fréttirnar á vefinn og þar virðast blaðamenn vera öllu herskárri en á Mogganum og Fréttablaðinu. Bylgjan og Stöð2 taka svo gjarnan upp fréttirnar á Vísi og pakka þeim inn í bómull áður en þær fara í loftið í ljósvakamiðlunum. Þá bæði orðnar "old news" og hundleiðinlegar.
Því miður eru stjórnmálamennirnir búnir að læra svo á pressuna og komnir með blaðamennina í brjóstvasann að þeir kalla þá sem ekki fylgja formúlunni fífl og dóna. Og komast upp með það án þess að nokkuð sé gert.
Dagblaðið er eins og útsker í fábreyttri fjölmiðlaflóru Íslands. Það er un beinskeyttara og skemmtilegra yfirlestrar þegar um fréttir er að ræða. Það hefur náð sér í unga og graða blaðamenn sem segja fréttirnar á alþýðumáli sem hver maður skilur. Það er það sem er skemmtilegt og fróðlegt.
Samningur 365 og Árvakurs stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Á ekkert að gera i þessu ?
páll (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.