Ég er 100% sammála Steingrími um að það verðir að efna til Alþingiskosninga á íslandi ekki seinna enn í vor. Í dag, þegar við þurfum svo sannarlega á sterkri stjórn að halda, höfum við enga starfhæfa ríkisrtjórn. Bara einstaka ráðherra sem tala í kross út og suður og norður og niður. Mest niður þó.
Það er auðvitað grafalvarlegt að Ingibjörg Sólrún á við veikindi að stríða um þessar mundir. Hvað sem um hana um á segja var gjörbreyting á ásýnd Samfylkingarinnar þá daga sem hennar naut við eftir heimkomuna frá Ameríku. Björgvin og Össur þögnuðu og þar með þurkaðist mesta einfeldningssvipurinn úr andliti flokksins. Ingibjörg, ásamt Jóhönnu, eru einu ráðherrar SF sem hafa sýnt einhverja staðfestu og áræðni þann mánuð sem kreppan hefur herjað. Ingibjörg er eini ráðherra flokksins sem hefur lýst því yfir að seðlabankastjórarnir eigi að hundskat heim til sín og láta bankann í hendur kunnáttumanna sem njóta trausts fólks bæði á Íslandi og útlöndum.
Björgvin bankamálaráðherra hefur verið marg spurður um sína afstöðu og hleypur alltaf undan eins og köttur í kringum heitan graut.
Ljóst er að Ingibjörg og Geir, sem nú virðist vera orðinn formaður yfir flokksbroti, ganga alls ekki í takt við að leysa núverandi og aðsteðjandi vandamál. Geir fer með stórnina eins og morðingi sem reynir að leyna morði. Hvorki amenningur né stjórnarandstaða hefur hugmynd hver raunveruleg staða er í dag. Nánast á hverju einasta degi dúkka upp ný vandamál og dökku skýin á himninum verða bara dekkri.
Nú spyr ég. Veit Geir Hilmar Haarde og ríkistjórnin sjáf hver staðan er? Hefur stjórnin orðið yfirsýn yfir umfang vandans? Ef svo er af hverju fær þá fólkið sem gefið hefur Geir umboð að vita um raunverulega stöðu þjóðarinna? Ef hann veit ekki um hana sjálfur af hverju segir hann þá ekki hreinlega frá því á heiðarlegan hátt?
Það er merkilegt að bera saman vinnubrögð stjórnvalda á Íslandi, sem á nú í sínum mestu erfiðleikum á lýðveldistímanum, saman við vinnubrögð norsku ríkistjórnarinnar við lausn á smá bankakreppu sem hér hefur herjað. Að sjálfsögðu vildi stjórnarandstaðan í Noregi fá upplýsingar um vandann og koma með tillögur. Hún fékk upplýsingar og á hana var hlustað og fingraför hennar voru á björgunarpakkanum sem bankarnir fengu að lokum. En Geir Haarde er eins og einræðisherra sem aðeins hlustar á sína eigin rödd og litla stalínsins í Seðlabankanum sem hann trúir á sem goð væri.
Við höfum ekkert með forsætisráðherra að gera sem ekki hlustar á þjóð sína. Þess vegna þarf að efna til kosninga um leið og möguleiki skapast til þess. Ekki seinna en á vormánuðum.
Vill að kosið verði í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
Athugasemdir
Ég las á einu blogginu að betur væri staðið að upplýsingum og samráði við alla flokka í Ungverjalandi ,í landi sem var einræðisríki fyrir 2 áratugum síðan.Lýðræði á Íslandi er í spennitreyju.Mest af þessari vondu atburðarrás er spilling síðustu ríkisstjórna(1995-2007 ),þessi stjórn hefur aldrei fundið sína fjöl með gamla „kapteininn„ sem aftursætisbílstjóra.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.