Krónan setti samfélagið á hausinn

THAILAND_GOLD__Gull_722563tHver hagfræðingurinn eftir annann, bæði íslenskir og útlendir, sem tjáð hafa sig um ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi benda einkum á eina ástæðu fyrir því hvernig fór. Sökudólgurinn er krónan.  Hún er og hefur lengi verið alltof veik.

Íslenskir atvinnuvegir hafa eru allir meira eða minna með skuldir í krónum. Íslenska efnahagskerfið er það minnsta í öllum heiminum.  Það hefur ekki staðið undir framþróun atvinnulífsins og þeim lífskjörum sem þjóðin hefur valið sér að lifa.  Nú er allt stopp. Ríkistjóður tæknilega gjaldþrota.

Skuldirnar sem ríkið þarf að taka á sig vegna þrots bankanna geta orðið  85% af vergri landsframleiðslu.  Gert er ráð fyrir 10% halla á ríkisjóði á næsta ári.   Vergar brúttóskuldir ríkissjóðs,  námu 29% af landsframleiðslu í árslok 2007  hækka nú  í yfir 100% í lok næsta árs. Þetta er afleiðing af okkar veika gjaldmiðli, krónunni.  Seðlabankinn hefði getað linað smellinn með því að ljá máls á því að útrásarfyrirtækin og bankarnir hefðu fengið að gera gera upp í evrum eins og þau marg báðu um.

Það er nú einu sinni þannig að við þurfum að borga milljarða króna hvert einasta ár til að halda flot-krónunni uppi.  Þetta eru peningar sem við betur hefðum til ráðstöfunnar nú.  Þeir sem vilja halda áfram að notast við krónuna þurfa því að koma með einhver rök fyrir því.  Hvar ætla menn að ná í peninga til að borga með gjaldmiðlinum þegar núverandi skuldir ríkisins eru að skríða yfir 100% afvergri þjóðarframleiðslu.

Ingibjörg Sólrún er ekki sú eina sem bent hefur á að við verðum að breyta um peningamálastefu. Það hefur FIM gert líka svo og allir hagfræðiprófessorar beggja vegna Atlandshafsins sem tjáð hafa sig um íslensk efnahagsmál.

Við eigum ekki margra kosta völ í efnahagsmálunum á næstu mánuðum og árum.  Við erum neydd til að fá stöðugan gjaldmiðil.  Krónan dugir ekki lengur. Einn kosturinn er að tengja krónuna við þá norsku. Þá getum við allavega kallað gjaldmiðilin krónu ef það er til hjálpræðis fyrir einhverja. Að sjálfsögðu myndi þá norski Seðlabankinn taka yfir störf þess íslenska sem þá mætti leggja niður.  Hinn kosturinn er að fá evruna sem þýðir að við verðum að sækja um aðild að ESB. Auðvitað er hvorugurkosturinn góður fyrir þá sem vilja halda stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna eins og það var fyrir 5 vikum.  En höfum við efni á því?

    


mbl.is Vill endurskoða ESB og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

"Skuldirnar sem ríkið þarf að taka á sig vegna þrots bankanna geta orðið  85% af vergri landsframleiðslu.  Gert er ráð fyrir 10% halla á ríkisjóði á næsta ári.   Vergar brúttóskuldir ríkissjóðs,  námu 29% af landsframleiðslu í árslok 2007  hækka nú  í yfir 100% í lok næsta árs. Þetta er afleiðing af okkar veika gjaldmiðli, krónunni."

Hvernig í ósköpunum geta skuldir bankana eða samfélagsins verið gjaldmiðlinum að kenna?

Er ég með yfirdrátt á reikningnum mínum af því að ég er með svo lélegt debetkort. Ávísanablöðin sem ég fékk frá bankanum voru handónýt og þess vegna skulda ég.

Króna er gjald MIÐILL við skiptum á verðmætum og krónum.... skiptum svo krónum fyrir verðmæti. Ef við sem notum krónur eigum engin verðmæti, þá eru eru engin verðmæti á bakvið krónuna. Þá er krónan verðlaus.

Hvernig væri að hafa lágmarks skilning á hvað gjaldmiðill er áður en farið er að blása sig út um ónýtar krónur.

Ef við hefðum Evrur og kláruðum okkar verðmæti (eins og þjóðin hefur gert með sukki í nýjum bílum, utanlandsferðum, tölvukaupum, byggingum og öðru sukki). Þá ættum við bara engar evrur.

Sama niðurstaða.

Væri það þá Evrunni að kenna ef við ættum engar evrur?

"borga milljarða króna hvert einasta ár til að halda flot-krónunni uppi."

Þeir sem eyða um efni fram, þurfa að borga vexti og dráttarvexti. Kemur krónunum ekkert við, heldur er það skuldin sem skapar kostnaðinn. Ég kenni ekki debetkortinu mínu eða ávísanaheftinu um ef ég þarf að borga vexti af yfirdráttarheimild. Eins og þú kennir krónunni um að þjóðin á minni verðmæti en hún skuldar.

Hvernig ætlar þú að hafa efni á því að borga aðgangseyrin að ESB, þegar við erum að berjast við að borga niður þetta sukk?

Gerir þú þér ekki grein fyrir að það kostar marga milljarða á ári að vera í ESB. Þeir þurfa nefnilega skatta frá okkur til að reka dæmið. Skattarnir frá okkur fara í að styðja fátæk ríki í austur Evrópu sem eiga mikið veikari innviði heldur en við. Fara í að reka tugþúsunda vinnustað sem Evrópuþingið er. Svo fer það í að greiða niður skógrækt í Finnlandi, Ólívuframleiðslu á Ítalíu og fleira í þeim dúr. Við fengjum kannski smá brot til baka í styrki fyrir okkar landbúnað, en útstreymið yrði mikið meira.

Júlíus Sigurþórsson, 30.10.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Dunni

Mér þykir þú fróður Júlíus.

Ef við förum aðeins nokkra áratugi aftur í tíman. Áður en nýfrjálshyggja og markaðslögmálin náðu undirtökum í íslensku efnahagslífi.  Þá féll krónan á hverju einastas ári, verðbólga æddi áfram og ríkisbúskapurin var rekinn með halla nánast hvert ár. Allt vegna veikrar krónu þó við fiskuðum meira en nokkru sinni.

Dæmi:  Haustið 1974 féll krónan um 25% á einni nóttu.  Á þeim tíma var verið að smíða 4 ný nótaveiðiskp í Mandal í Noregi.  Þessir bátar hækkuðu um 50 milljónir hver þá.  Allt vegna ónýts gjladmiðils.

Annars þætti mér gaman að vita hvaðan þú hefur þessa speki ína um gjaldmiðil.  

Dunni, 30.10.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Heidi Strand

Kveðja frá http://coxen.blogg.no/1225383061_kjre_norge.html

Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2632

Svo eru fleiri pistlar þarna fyrir neðan...

Þar sem gull er ekki fótur fyrir íslenskri mynt, þá er verðmætasköpun þjóðarinnar staðgengill slíks gullfótar.

Júlíus Sigurþórsson, 2.11.2008 kl. 16:24

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það hentar okkur engan vegin að taka upp norskar krónur. Sú mynt stendur og fellur með olíuverði. Þannig að þegar olíuverð væri lágt, þá væri gengis-kreppa hjá okkur, en ef olíuverð væri hátt, þá væri gengis-góðæri.

En það sem hefur áhrif á okkur er verð og magn á fiski og verð á áli. Þannig að, ef olíuverð væri lágt, en við seldum helling af fiski og það væri gott verð á áli, þá fengjum við ekkert góðæri. (Olían er miklu sterkari en fiskverð eða álverð).

Svo ef olíuverð væri hátt og við ættum að hafa góðæri, þá fengjum við ekkert góðæri, því að við seljum enga olíu.

Eina leiðin fyrir okkur til að fá góðæri, væri góðæri í olíu og á sama tíma góðæri í fisk-sölu og álverð væri hátt. En fisk-sölu góðæri yrði þannig aldrei mikið, því að stærsti kostnaðarliðurinn við fiskinn (fyrir utan laun) er olía á fiskiskipin og olía vegna flutninga á milli landa.

Til þess að Ísland geti orðið aðili að Myntbandalagi Evrópu og tekið upp evruna þurfa margvísleg skilyrði að vera fyrir hendi. Það að vilja vera með er ekki nóg. Þannig þarf landið að vera aðili að ERM, gengissamstarfi Evrópusambandsins, í tvö ár fyrir upptöku evrunnar og aðild að ERM getur ekki komið til sögunnar fyrr en eftir formlega inngöngu í ESB. Þá þyrfti Ísland einnig að uppfylla hin svokölluðu Maastricht-skilyrði á sviði peningamála og ríkisfjármála, en þau eru eftirfarandi:

  • 1. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera 3% af landsframleiðslu.
  • 2. Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu.
  • 3. Verðbólga sé ekki meiri en 1,5% umfram meðaltal í þeim þremur ESB-ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu undangengið ár.
  • 4. Langtímanafnvextir (á mælikvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa minnsta verðbólgu.
  • 5. Að gengi gjaldmiðils umsóknarríkisins hafi ekki sveiflast umfram 15% vikmörk í kringum tiltekið viðmiðunargengi undangengin tvö ár.

Þegar Ísland og íslenska ríkið uppfyllum þau skilyrði að geta tekið upp Evru. Þá erum við búin að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir vegna krónunnar. M.ö.o. við verðum að leysa vandan til frambúðar fyrst!

Ef við erum svo búin að taka upp Evru, þá er vissulega rétt að hún myndi dempa kreppur sem við hugsanlega lentum í, en á móti kemur að við gætum fengið í hausinn kreppur sem stafa af t.d. uppskerubrest við Miðjarðarhaf, eða alsherja verkfalla í Frakklandi. Þó að ekkert væri að hjá okkur.

En t.d. hrun á fiskveiðum og kreppur vegna þess háttar atburða fengjum við alltaf í hausinn, því þá myndu bankareikningarnir bara einfaldlega tæmast.

Júlíus Sigurþórsson, 2.11.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband