Íslenska spilavítið

Í fréttum norska sjónvarpsins í morgun var enn fjallað um kreppuna á Íslandi og sameiginlega aðsto Norðurlandanna.  Hagfræðingur nokkur sem sat fyrir í settinu hafði ekki neina sérstak samúð með landanum.  Öðrum en .eim sem ekki höfðu tekið þátt í útrásinni en þurftu nú aðleggja á sig ómældar byrðar og hærri skatta til að borga fyrir spilaskuldir 20 - 30 einstaklinga semlagt höðfu Ísland undir í gamlinu ot tapað.

Alltaf koma upp sömu spruningarnar hjá útlendingunum sem reyna að greina íslensku kreppuna. Og sú er hverni í ósköpunum stóð á því að nokkrum einstaklingum tókst að leggja allt Ísland og meira til undir í stærsta spilavíti heimsins?  Hvers vegna sváfu íslensk stjórnvöld á verðinum? Er það réttlætanlegt að hjálpa Íslendingum áður en þeir hafi komist að því hve tap þjóðarinnar er í raun mikið?

Jens Stoltenberg var öllu jákvæðari og að allri fændsemi og tilfinningum slepptum sagði hann að því betur sem genggi í nágrannaríkjum Noregs þeim mun betur myndi Norðmönnum vegna.  Ísland er hluti af viðskiptaumhverfi konungsríkisins og því skiptir miklu máli að þar gangi efnahgaslífið vel.   


mbl.is Ekki allt kolsvart á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er rétt að byrja Dunni. Við höfum ekki séð miklar afleiðingar enn, en fyrstu reikninganna koma nú um mánaðamót: http://astromix.blog.is/blog/astromix/

Ef ég hafði val, mundi ég koma mér í burtu. Ég er ein af mörgum sem tóku ekki þátt i h.... vitlausunni hér, en sit eftir með skömmina.
Ég skammast mín þegar ég les um fjármálakrísunni hér í norskum blöðum, en ég veit að það er ekki mín sök en skammast mín samt.


Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Tökum upp efru og seljum spil sem gæti borið nafnið íslenska útrásinn og notum íslensku seðlana í spilið þá erum við umhverfisvæn og endurnýtum papírinn og klinkið hugsanlega hægt að flytja spilið út og fá fyrir það galdeir

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.10.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Heidi Strand

Annað spil sem kannski verður jólagjöfin í ár, leitin að sökudólgunum.Hver sem er má nota hugmyndinni.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband