Trúverðugur Lýður

Það var auðmjúkur og ábyrgur Bakkavararbróðir, Lýður Guðmundsson, sem sat fyrir svörum hjá Birni Inga í markaðnum í dag. Lýður viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð. Hann, bróðir hans og sjálfsagt margir fleiri róa lífróður í því að bjarga fyrirtækjum þeirra.  Öfugt við yfirmennina á Andrea Doria, sem hlupu fyrstir frá borði eftir áreksturinn við Stokholm á sínum tíma, hafa þeir ákveðið að stýra fleyinu þar til það kemst í örugga höfn eða yfir lýkur.

Lýður segir að það hafi verið mikil mistök að færa ekki höfuðstöðvar Kaupþings til útlanda.  Það er örugglega rétt hjá honum. En hversu rosaleg eru þá mistök Seðlabankans sem neitaði íslensku bönkunum að gera upp í evrum.  Bara það eitt hefði þytt að við sætum ekki uppi með 3 gjaldþrota banka í dag.  Við værum heldur ekki með hjartað í hálsinum yfir einhverjum bankareikningum í Englandi og Hollandi sem hugsanlega getur kostað tvær næstu kynslóðir ill viðráðanlega skuldaklafa.

Forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, fjármálaeftirlit og seðlabankastjórnin ber hér ekkert minni ábyrgð en útrásarhöfðingjarnir. Eftirlit þeirra brást.  þeir eru allir sekir um vanrækslu í starfi meðan útrásarvíkingarnir eru sekir um græðgi og siðleysi.  Munurinn er sá að þá er ekki hægt að sækja að lögum en það er aftur á móti hægt við þá sem sýna vanrækslu í starfi.

Því ber að taka hressilega til í æstu stöðum þjóðfélagsins er mesta storminn hefur lægt.


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rétt mælirðu, vin.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband