Lygar um Ísland

Kreppan og efnahgasástandið á Íslandi er til umræðu í skandinavískum fjölmiðlum hevrn einasta dag þessar vikurnar.  Og það verður að segja eins og er að fæstar eru jákvæðar.

Mistök við efnahagstjórnina er mikið í uræðunni í viðskiptapressuni þar sem bent er á að stærsti vandi Íslendinga sé heimfenginn en eigi ekki uppruna sinn í Ameríku. Sjórnlaus ofvöxtur bankanna án þess að stjórnvöld hefðu stjórn á verðbólgu og ónýtur gjaldmiðill er grunnurinn að íslensku kreppunni.  Þetta er samnefnarinn í fjármálapresunni.

Í dag bætist svo við að mikið er gert úr að yfirvofandi matvoruskortur sé verslununum.  Myndir af tómum hillum og viðtöl við ráðvilta neytendur fær sitt pláss í blöðunum.  "Íslendingar hafa mat í 3 - 5 vikur enn" var ein fyirsögnin í norksu pressunni í morgun.

Það er því deginum ljósara að ríkistjórnin verður að ráða sterka upplýsingafulltrúa til að halda uppi vörnum fyrir íslenskt samfélag.  Nú lítur út fyrir íslenska þjóðin njóti lítils ef nokkrus trúnaðar meðal almennings í Evrópu.  Við heyrum sömu sögurnar allstaðar frá.  Við fáum ekki að nota kreditkortin okkar í búðum, fólki er kastað út úr leiguíbúðum vegna þess að leigusalar treysta á að þeir fái borgað, íslensk fyrirtæki eru krafin um staðgreiðslu eða jafnvel fyrirfram greiðslu er þau versla erlendis og svo má lengi telja.

Þetta er ekki raunsönn mynd af íslensku þjóðinni. Og það er það minnsta sem stjórnvöld geta gert er að halda uppi vörnum fyrir það sem þjóðin hefur alla tíð staðið fyrir, áræði, dugnaður og traust.


mbl.is Óraunsæ mynd af lífinu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband