Åge verður að hætta

Það er bara jákvætt fyrir okkur Íslendinga að Åge Hareide haldi áfram með nosrska landsliðið. Þá kemur það ekki til að vinna leik í undankeppninni.  Hitt er annað mál að það finnst ekki sá einstaklingur í konungsríkinu sem hefur trú á þjálfaranum.  Liðið hefur ekki unnið einn einasta leik á árinu og nú eru það orðnir 7 leikir í röð án sigurs.  Ekkert landslið hefur efni á slíkri frammistöðu.

 Annars var leikurinn í kvöld slakur.  Hollendingar voru heldur skárri án þess að skapa sérmörg tækifæri.  Þeir fengu tvö. Það fyrra setti Kuyt í þverslá og það seinna setti Van Bommel í netið.

Eins og alltaf snéerist allt í kringum John Carew.  Í Noregi er hann álitinn besti senter í heiminum held ég.  Málið er að hann er góður að því leyti að hann er stór, sterkur, fljótur og finnur alltaf nokkur færi í hverjum leik.En þegar kemur að því að slútta er hann ámóta ógnandi og tannlaust tígerisdýr í bardaga við krókódíl.

Norðmönnum svíður sárt að Ísland er nú með 4 stig meðan þeir eru með 2.W00t

Annars voru að koma ný tíðindi frá Haraeide. Þau hljóða svona; "Jeg gir meg aldrig"  Þetta þýðir; ég gefst aldrei upp.  Því ber okkur að fagna og vona að norska knattspyrnusambandið taki ekki upp á að reka karlinn.


mbl.is Norðmenn eru neðstir eftir tap í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband