Einn gám af rúblum takk

Nú er þriðjudagurinn loksins runninn upp og okkar menn komnir til Moskvu til að verða okkur úti um rúblur.  Ég man þá tíð að rúblan var ónýtur gjladmiðill fyrir okkur sjómennina. Við eyddum algeru lágmarki af laununum til að kaupa rúblur þegar við komum til Arkhangelsk á Mælifellinu í júní 1966. En við óðum í rúblum þegar við komum í land.  Við seldum nefnilega heimamönnum nælonskyrtur, gallabuksur, amerískt tyggjó og sígarettur. Síðast en ekki síst þá yrðu nælonsokkarnir, sem við keyptum í kaupfélaginu á Djúpavogi. Við keyptum upp allan nælonsokkalagerinn á Djúpavogi.  Þá voru nenfilega komnar nælon-sokkabuxsur og því vildi engin kona á Djúpavogi lengur ganga í nælonsokkum og alls ekki nælonsokkum með saumi.  Þeir þóttu lummó fyrir austan.

Þessi viðskipti okkar við heimafólk voru okkur afar hagkvæm. Við drengirnir lifðum eins og greifar í borginn þá fáu tíma sem við máttum vera í landi.  Við urðum náttúrulega að passa að taka ekki alltof mikin gjaldeyri með okkur í land því ef löggan nappaði okkur með fleiri rúblur í vasanaum en við höfðum fengið við komuna láum við illa í því.  Gátum átt á hættu að verða settir inn og vægasta refsingin var að við fengum ekki að fara meira í land.  Landgöngupassinn var tekinn af okkur.

Verð að segja að þetta voru spennandi tímar. Við vorum aldrei í vandræðum með félagsskap innfæddra sem lögðu mikið í sölurnar fyrir tyggjó og nælonsokka. Ég komst m.a. inn á rússneskt heimili að kvöldlagi og það var reynsla sem ég seint gleymi ef þá nokkurn tíman. En ekki orð meira um það.

Þessi færsla er nú orðin að allt öðru en ég ætlaði mér í upphafi. Þetta átti að sjálfsögðu að vera afar alvarleg færsla um mikilvægi þjóðarinnar að fá svona sirka einn gám af rúblum í gjaldeyrishirslur Seðlabankans okkur til hjálpræði á komandi mánuðum.  En þegar við fórum frá Arkhangelsk skipti það öllu máli að ná að eyða hverri einustu rúblu sem við áttum í fórum okkar. Þær voru gersamlega verðlausar um leið og við komum út fyrir rússnensku  landhelgina.  Alveg eins og íslenska krónan í dag, 42 árum síðar.

  


mbl.is Viðræður við Rússa hefjast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skemmtileg færsla, takk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband