Nú er þriðjudagurinn loksins runninn upp og okkar menn komnir til Moskvu til að verða okkur úti um rúblur. Ég man þá tíð að rúblan var ónýtur gjladmiðill fyrir okkur sjómennina. Við eyddum algeru lágmarki af laununum til að kaupa rúblur þegar við komum til Arkhangelsk á Mælifellinu í júní 1966. En við óðum í rúblum þegar við komum í land. Við seldum nefnilega heimamönnum nælonskyrtur, gallabuksur, amerískt tyggjó og sígarettur. Síðast en ekki síst þá yrðu nælonsokkarnir, sem við keyptum í kaupfélaginu á Djúpavogi. Við keyptum upp allan nælonsokkalagerinn á Djúpavogi. Þá voru nenfilega komnar nælon-sokkabuxsur og því vildi engin kona á Djúpavogi lengur ganga í nælonsokkum og alls ekki nælonsokkum með saumi. Þeir þóttu lummó fyrir austan.
Þessi viðskipti okkar við heimafólk voru okkur afar hagkvæm. Við drengirnir lifðum eins og greifar í borginn þá fáu tíma sem við máttum vera í landi. Við urðum náttúrulega að passa að taka ekki alltof mikin gjaldeyri með okkur í land því ef löggan nappaði okkur með fleiri rúblur í vasanaum en við höfðum fengið við komuna láum við illa í því. Gátum átt á hættu að verða settir inn og vægasta refsingin var að við fengum ekki að fara meira í land. Landgöngupassinn var tekinn af okkur.
Verð að segja að þetta voru spennandi tímar. Við vorum aldrei í vandræðum með félagsskap innfæddra sem lögðu mikið í sölurnar fyrir tyggjó og nælonsokka. Ég komst m.a. inn á rússneskt heimili að kvöldlagi og það var reynsla sem ég seint gleymi ef þá nokkurn tíman. En ekki orð meira um það.
Þessi færsla er nú orðin að allt öðru en ég ætlaði mér í upphafi. Þetta átti að sjálfsögðu að vera afar alvarleg færsla um mikilvægi þjóðarinnar að fá svona sirka einn gám af rúblum í gjaldeyrishirslur Seðlabankans okkur til hjálpræði á komandi mánuðum. En þegar við fórum frá Arkhangelsk skipti það öllu máli að ná að eyða hverri einustu rúblu sem við áttum í fórum okkar. Þær voru gersamlega verðlausar um leið og við komum út fyrir rússnensku landhelgina. Alveg eins og íslenska krónan í dag, 42 árum síðar.
![]() |
Viðræður við Rússa hefjast í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Af mbl.is
Innlent
- Fólk er reitt og þreytt
- 140 milljónir söfnuðust
- Hæð stjórnar veðrinu næstu daga
- Köstuðu grjóti í bíla
- Myndir: Ungir frumkvöðlar fjölmenntu í Smáralind
- Allir dælubílar kallaðir út en þeim svo snúið við
- Tófurnar í tilhugalífi
- Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara
- Tveir hrepptu sögulega háan vinning
- Get ég verið sjálfbjarga heima?
Erlent
- Málari verksins segir Trump hafa skaðað ferilinn
- Eldflaugaárásir á Kænugarð halda áfram
- Stórefla ætti þjálfun og hernaðaraðstoð
- Tollarnir skollnir á Ísland
- Myndir: Trump mótmælt víðs vegar um Bandaríkin
- Óvinsældir Trumps aukast
- Musk telur tollaleysi æskilegt
- Víkja þingmanni sem grunaður er um að nauðga barni
- Við höfum verið heimsk og hjálparlaus
- Veita skotleyfi á turtildúfur
Fólk
- 35 ára Skímó engu gleymt
- Segist hafa verið kjáni en ekki nauðgari
- Enn bætast við ákæruliðir í dómsmáli Diddy
- Fór í hárígræðslu eftir sambandsslit
- Ég var aldrei nauðgari
- Dóttir Tom Hanks lýsir ofbeldi í æsku
- Mætti einsamall á frumsýningu
- Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
- Tveir sona Beckham-hjónanna eiga í miklum í deilum
- Eignaðist sitt fjórða barn með aðstoð staðgöngumóður
Viðskipti
- Efasemdir um lögmæti og jafnræði
- Verri spá fyrir ferðaþjónustuna
- Vilja beint flug til Indlands
- Skynsemin sigri að lokum
- Tollar Trumps – Samningatækni eða hagfræðileg lausn?
- Mikil tækifæri í sameiningu banka
- Rekstur Íslandspósts líklega nokkuð þyngri eftir Temu
- Díana og Einar ráðin til Reon
- 5,5 milljónir króna á mann árlega
- Argentina í viðræðum við Bandaríkin um tollfríðindi
Athugasemdir
Skemmtileg færsla, takk.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.