Það er gott að Ingibjörg er að hressast. Og ekki ber á öðru en baráttuviljin sé í brjósti hennar og það er líka gott. Það sem er ekki eins gott er að hún fyrst núna opinberar jafn sterkan vilja til að sækja um aðild að ESB.
Hún svaf á verðinum nákvæmlega eins og félagar hennar í ríkistjórninni og sauðahjörðin í Seðlabankanum. Mér þykir það líka bjartsýni hjá utanríkisráðherranum að halda að með því að pakka í vörn hverfum við aftur tilþess tíma sem var 1994. Ég er nær viss um að með varnarleiknum hverfum við aftur til þeirra tíma sem voru fyrir síldarævintýrið sem hófst í lok 6.áratugar síðustu aldar. Við eru nánast á byrjunarreit. Gjaldþrota þjóð með vitsmuni okkar og náttúruauðlindir að vopni. Það er alls ekki svo slæmt en við þurfum að búa okkur undir breytt neyslumunstur í nýju samfélagi.
Læt hér fylgja með video af blaðamannafundi norskra stjórnvalda með Svein Gjerdrem, Seðlabankastjóra Noregs. Þegar maður ehfur hlustað á ca2/3 afviðtalinu við Gjerdrem gefur hann félaga sínum í íslenska Seðlabankanum einkunn. Falleinkunn með skömm.
http://www.tv2nyhetene.no/innenriks/okonomi/article2293608.ece
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 13.10.2008 | 07:17 (breytt kl. 07:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Fyrst þú vitnar í síldaævintýrið þá er kannski góðs viti að í dag hófst moksveiði á Breiðafirðinum. Eitt skipanna kom að landi með nótina rifna, svo fullur er sjórinn af síld! Verðmæti þessarar vöru til útflutnings vex nú hratt og verð á mörkuðum er hátt vegna gengishrunsins, en matvælaverð á heimsmarkaði er á sama tíma í sögulegu hámarki sem spáð er að muni fara enn hækkandi. Jafnvel bara skepnufóður, sem unnið er m.a. úr fiskimjöli, hefur snarhækkað í verði eins og bændur þessa lands eru byrjaðir að finna fyrir. Við búum að slíkum gæðum á þessu landi að við getum hæglega með útsjónarsemi verið sjálfum okkur nóg, hér eru dæmi um mikilvæg skref í þá átt: Aukin fjölbreytni í sjávarútvegi, t.d. mætti girða af 1 stk. fjörð og breyta honum í þorskeldisstöð, einnig þarf að horfa til "nýrra" fisktegunda sem sækja nú æ lengra norður á bóginn með hækkandi sjávarhita. Efla skal landbúnað og stórauka hampræktun en úr honum má vinna margt þ.m.t. eldsneyti á brunahreyfla, t.d. fyrir landbúnaðartæki. Svo má alls ekki virkja meira, nema það verði gert í þeim tilgangi að famleiða vetni til að nota sem eldsneyti á ökutæki og jafnvel skipaflotann sem má auk þess seglvæða með nýjustu tækni því næg er vindorkan í Norðurhöfum. Nú ríður á að finna innlendar lausnir við takmörkunum sem orðið geta á innflutningi, en þar vega matvæli, lyf og eldsneyti þyngst. Við búum sem betur fer svo vel að vera lyfjaútflytjandi, þökk sé Actavis en það er fyrirtæki sem verður nú að verja með öllum ráðum, ásamt öðrum framsæknum útflutningsfyrirtækjum á borð við þá félaga Össur og Marel svo dæmi séu tekin.
Verið velkomin í 21. öldina.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 11:18
Þetta er allt nákvæmlega rétt hjá þér.
Dunni, 13.10.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.