Hneyksli er sennilega mildasta orðið

Trúverðileiki íslenskra stjórnvalda hefur beðið skipbrot, bæði á Íslandi sem og í heiminum, í efnahgasþrengingunum síðustu vikur.  Og með skipuninni í bankráði Nýja Glitnis beit ríkistjórnin höfuðið af skömminni þegar hún skipar sem formann bankaráðsins fyrrum bankaráðsmann í Seðlabankanum og núverandi aðstoðarmann viðskiptaráðherra.  Þessi ágæti maður  er einn af þeim sem ber höfuðágbyrgð á grandvaraleysi stjórnvalda sem flutu sofandi að feigðarósi þrátt fjölda margar aðvaranir bæði innlendra og erlendra sérfræðinga í efnahagsmálum.

Þessi aðgerð er ámóta heimskuleg og að setja mann sem er meðvirkur í morði sem dómara yfir sjálfum sér.  Bara þetta litla dæmi sýnir að viðskiptaráðherra ræður enganvengin við verkefni sitt og að nýji bankaráðsformaðurinn er gersamlega blindur á eigin gerðir.  Hann er ábyrgðarlaus með öllu og kannski líka siðblindur?  Ekkert veit ég um það.

Nú er semsagt búið að opna fyrir að stjórnvöld geta farið að leika sér Glitni og deila honum út til vina og vandamanna þegar þar að kemur.  Spillingin er ekkrt að minnka á Íslandi. 

Bara til að benda á eitt lítið dæmi um hvernig menn sjá mistök íslenskra stjórnvalda í útlöndum má benda á blaðamannafundinn sem Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs ásamt Kristinu Halvorsen viðskiptaráðherra og Svein Gjerdrem Seðlabankastjóra. 

Á þeim fundi kom fram að fyrst eftir hrunið á Íslandi fór bankakrísan að gera vart við sig í Noregi. Einu bankarnir sem norsk yfirvöld hafa þurft að koma til aðstoðar eru íslensku bankarnir Kaupþing og Glitnir sem reyndar er norskur banki í eigu Íslendinga.

Svein Gjredrem sagði á fundinum að þjóðnýtingin á Glitni væri dæmi um hrikaleg mistök Seðlabankans. Sú aðgerð gereyðilagði alla tiltrú að stjórn íslenskra efnahagsmála og gróf undan gengi kronunnar með þeim afleiðingum sem allur heimurinn veit nú.  Þetta segir umheiminum það að Davíð Oddsson ásamt Geir Haarde og Björgvini Sigurðssyni eru þeir þrír einstaklingar sem gersamlega hafa brugðist trausti þjóðarinnar þegar það mátti alls ekki bregðast.

Þessir menn, ásamt Framsóknarflokknum, bjuggu til lagaramman utan um leikskólann sem útrásarvíkingarnir léku sér í.  Þeir héldu sér innan við lagaramman meðan eftirlitið svaf á verðinum. Svo þegar Davíð, Geir og Björgvin vakna gripu þeir í fátinu til verstu ráðstafana sem hugusast gátu. Eftir liggur íslensk þjóð í tæknilegu gjaldþroti.

http://e24.no/utenriks/article2708267.ece

http://www.dn.no/forsiden/utenriks/article1510474.ece?jgo=c1_re_left_5

http://www.dn.no/forsiden/borsMarked/article1510509.ece?jgo=c1_re_left_1 

 


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góður grein Dunni. Þyrnirós er ekki vöknuð.

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 16:54

2 identicon

Sæll, ertu með vísun í essi ummæli Gjerdrums?

Egill (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Dunni

Er því miður ekki með vísun í ummælin þar sme hann lét þau falla á blaðamannafundinum.  En ég kem til með að kíkja eftir þeim í pressunni á morgun.

En það má sjálfsagt heyra viðtalið á tv2.no  Það var alveg undir lokin sem Gjerdrem talaði um þjóðnýtingu Glitnis

Dunni, 12.10.2008 kl. 20:51

4 identicon

Takk fyrir að benda á þessi áhugaverðu ummæli.

http://www.tv2nyhetene.no/innenriks/okonomi/article2293608.ece ca. 2/3 inní videóið.

Þetta er hrikalegur dómur yfir aðferðafræði Seðlabanka Íslands.

Egill (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:19

5 identicon

Algerlega sammála greininni.  Nú verðum við Íslendingar að vakna og gera eitthvað í þessari frændsemis og vina- spillingu.   Alla frá sem hafa verið í ráðum á vegum ríkisins og seðlabanka.   Fáum nýtt fólk inn líkt og hagfræðinginn sem var í Silfir Egils í dag.   Slíkum mönnum er hægt að treysta , ekki mönnum á borð við viðskiptaráðherra sem nú hyglir gömlum vinum úr barnæsku  til að sitja í stjórn Glitnis.  Það er krafa okkar að þar sitji ópólitískt og faglegt fólk en ekki einhverjir útvaldir gæðingar.

Kristín Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband