Skemmtileg upprifjun

Það var gaman að lesa þessar hugrenningar Roy Hattersley. Hann var skrautlegur skáti og sem utanríkisráðherra í landhegisstríði vissi hvert einsasta mannsbarn á Íslandi hann og skoðanir á þjóð okkar.

Það má vel vera að málstaður Breta hafi verið réttmætur þegar við færðum fiskveiðilögsöguna, í áföngum,  út í 200 mílurnar. Okkar málstaður var líka réttmætur þá.  Annars hefðu þjóðir heimsins, NATO ríkin, örugglega komið í veg fyrir gjörðir okkar.  Við áttum samúð fólks um víða veröld á þessum tíma nema kanski í Englandi, Þýskalandi, Belgíu og á Spáni. Þær þjóðir höfðu stundað rányrkju öldum saman við Íslandsstrendur og auðvitað kom þetta illa við þær.  En við unnum af því við vorum þrjóskir og ósveiganlegir og nutum auk þess dyggs stuðning Norðmanna sem leiddu samningana í höfn.

En ég tel að það sé misskilningur hjá Hattersley að málstaður Breta sé réttmætur í dag. Þeim Bretum fækkar líka nú sem telja að svo sé. Það sem Gordon Brown ætlaði sér sem vopn í baráttunni um einhverjar vinsældir meðal þjóðar sinnar virðist hafa snúist í höndunum á honum og fleiri og fleiri fyrirlíta hann vegna endurtekinna árása sinna á íslensku þjóðina.   Bresku blöðin eru farin að gera grín að honum og þeir eru fleiri og fleiri sem telja hann óhæfan sem leiðtoga þjóðarinnar.

Brown getur aldrei borið sig saman við Harold Wilson, eða Tony Blair. Til þess er hann ekki nógu ákveðinn auk þess sem hann er gersamlega taktlaus í mannlegum samskiptum. 

Það á eftir að koma í ljós þegar Ísland höfðar mál á hendur honum fyrir órökstuddar árásir sínar á þjóð okkar.  


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband