Veikindaleyfi

Það þarf svo sem engum að koma á óvart þó heilsubrestur geri vart við sig hjá Seðlabankastjórunum þessa dagana.  Álagið á þá er auðvitað ómennskt. En þeir hafa við enga að sakast nema sjálfa sig.

Flestum ber saman um að þeir hafi ekki unnið starf sitt af þeirri fag og trúmennsku sem ætlast er til af fólki í æðastu stöðum þjóðfélagsins. Þá verða viðbrögð samfélagsins hörð og óvægin. Annað hvort verða menn að taka því eða þá hreinlega segja af sér.

Ég tel að það hefði verið miklu sterkari leikur af Ingimundi að segja af sér en að skríða í veikindaleyfi þegar hann getur ekki lengur setið undir gagnrýninni á eigin störf. Raddir úr Seðlabankanum um að mörg mistök hafi verið gerð létta ekki metnaðarfullra manna sem ekki geta skorast undan ábyrgðinni. Allir vita að Davíð tekur aldrei gagnrýni og sjálfsgagnrýni er ekki til í orðasafni hans. Slíkt er ekki til eftirbreytni.

Óska Ingmundi skjóts bata.


mbl.is Seðlabankastjóri í veikindaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Grátbroslegast er þó að það skiptir engu til né frá hvort maðurinn er þarna eða ekki. Helst að gólfgolfið og tölvukapallinn sakni hans..

H G, 10.10.2008 kl. 06:59

2 identicon

Mér finnast þessar árásir á einstaklinga orðnar ansi ósmekklegar þegar farið er að gera lítið úr veikindum fólks. Auðvitað geta seðlabankastjórar eins og annað fólk kiknað undan því álagi sem fylgir stöðu mála á Íslandi í augnablikinu og engin ástæða til að gera lítið úr vanlíðan einstaklinga við slíkar aðstæður, sama hvort um sé að ræða seðlabankastjóra eða einhvern annan.

Drífa B.G. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 07:43

3 Smámynd: H G

Drífa! Ég geri ekki lítið úr veikindum þessa manns fremur en þúsunda annarra Íslendinga sem nú eru veikir - bæði vegna afleiðinga gerða og aðgerðaleysis þeirra er ráða/réðu fjárreiðum landsins og af öðrum völdum.  - þekki sjúkdóma ansi vel af eigin raun. Það sem ég meina er að gagnleysi, jafnvel skaði af aðgerðum Seðlabanka verða æ ljósari. - Um gólfgolf sumra þessarra háttsettu herra hef ég innanhússheimildir. Þykir þó leitt að hef skotið á einn af fáum seðlabankastjórum Íslands (frá upphafi) sem menntun hefur til starfans og hefur etv reynt að gera gagn.

H G, 10.10.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband