Trúnaðarbrestur

Af fréttum að dæma virðist stjórnarandstöðunni enn haldið utan við björgunaraðgerðirv ríkistjórnarinnar. Ríkistjórnin virðist heldur ekki upplýsa stjórnarandstöðuna neitt fram yfir fréttamenn um það sem hún er að bauka. 

Það er því ekkert undrandi að trúnaðarbrestur sé að bresta á milli stjórnar og andstöðunnar og það er ekki ákkurat það sem þjóðin þarf á að halda núna og það staðfestir forsætisráðherra með sífelldu tuði um að allir standi saman. Hann þarf því að halda orð sín sjálfur.

Annað sem menn velta fyrir sér hvers vegna í ósköpunum ekki var farið strax í það að finna þá sem klikkuðu og draga þá til ábyrgðar. Þá væri Kaupþing í gangi í dag og gengi krónunnar kanski 20% hærra en í dag.

  


mbl.is Vilja umræður í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

.

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Við skulum vona fyrir hönd allra hlutaðeigandi að þeir muni geta borið við gáleysi þegar þar að kemur.

P.S. Vek enn og aftur athygli á undirskriftasöfnuninni til áskorunar um afsögn stjórnarformanns Seðlabankans.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Dunni

Góður Guðmundur. Tímabært að fólk fái að vita þetta.

Dunni, 9.10.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband