Dr. Richard Portes hefur greinilega komist að sömu niðurstöðu og flestir greinendur að þjóðnýting Glitnis var versta leið sem hægt var að finna þegar horft er til hagsmuna þjóðarinnar. Gjörningurinn setti hina bankana í ómæld vandræði og álit ríkisvaldsins og ekki síst Seðlabankastjóra, beið alvarlegan hnekki í útlöndum.
Sú hugsun verður sí nærgöngulli hvort styrt samband Seðlabankastjóra og aðaleiganda Glitnis hafi ráðið gjörðum þess fyrrnefnda sem síðan hafi sagt forsætisráðherra að halda kjafti og hlýða efnahagsráðgjafanum.
Eftir situr þjóðin og býr við enn verri lífskjör en hún hefði þurft hefði bara einhver önnur leið verið valin eða þá engin.
Spurningin fyrir almenning er bara sú hvort við eigum heldur að trúa uppgjafa stjórnmálamanninum og lögfræðingnum í Seðlabankanum eða viðskiptaprófessorum og fjármálagreinendum um heim allan?
Fráleitt að Glitnir hefði orðið gjaldþrota" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Já tad er spurning.....En hvers vegna var Glitnir svona illa staddur en ekki adrir bankar ad svipadri stærdargrádu?
Hvers vegna mátti Glitnir ekki bara fara á hausinn eins og margir bankar erlendis?
Hvers vegna var ríkid ad hlaupa undir bagga?Hvada hagsmuni eru teir ad passa.?
Hvers vegna eigum vid svona lítinn gjaldeyrisforda í landinu??
kvedja
Gudrún Hauksdótttir, 5.10.2008 kl. 11:12
Ákveðin maður í Seðlabankanum virðist hafa náð ákveðnum hópi manna sem honum er uppsigað við með þessum aðgerðum. En hann gleymdi öllum hinum 319.915 íbúum þessa lands.
Njöddi (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 11:37
Svo á sama fólkið nú að fá lífeyrissparnaðinn okkar til afnota!
Íris Margrét Valdimarsdóttir, 5.10.2008 kl. 12:07
Af hverju leitaði glitnir ekki eftir lánum hjá öðrum fjármagnsstofnunum ?
Af hverju fór Glitnir til Seðlabankans í leit að láni ??
Ef þetta var svona slæmur díll sem Seðlabankinn bauð, af hverju sagði Glitnir ekki bara nei???
Ef þetta var ekki "last resort" til að bjarga bankanum, af hverju fóru þeir til Seðlabankans til að byrja með????
Af hverju komu ekki hluthafar Glitnis með fjármagn sem honum vantaði í staðinn fyrir að segja að þeir hafi verið rændir?????
Og ef Glitnir hefði farið á hausinn, þá hefði það skaðað almenning í landinu. Hugsaðu um öll þau lán sem Glitnir hefur veitt, öll íbúðalánin. Heldurðu að þau verði bara gefin frjáls ef bankinn fer á hausinn?, nei þau verða innkölluð eða keypt af öðrum aðilum og þá er hægt að rukka um alla upphæðina í einu.
Og hugsaðu aðeins útí upphæðina sem Glitni vantaði, Hugsaðu aðeins útí hvað þetta er gífurlega stór upphæð miðað við landsframleiðslu.
Þetta er ekki upphæð sem er lánuð gegn ónýtum veðum í Noregi, til Banka sem er í fjármagnserfiðleikum í miðri efnahagskreppu.
Þjóðnýting Glitnis, sama hvað einhverjir erlendir spékúlerar segja, var besta ákvörðunin fyrir Seðlabankann til lengri tíma litið.
Hvers vegna eigum vid svona lítinn gjaldeyrisforda í landinu??
Því íslenskur efnahagur, þökk sé útrásarvíkingunum, sprengdi kerfið. Það er ekki eins einfalt að segja það og að gera það að stækka gjaldeyrisforðann. Ef það þarf að taka lán fyrir auknum gjaldeyrisforða, þá kostar það peninga í vexti.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:14
Og já, Við erum ekki að tala um einhverjar milljónir einsog venjulegt húsnæðislán.
Þökk sé Útrásarvíkingunum, þá hefði þurft að taka nokkur hundruð milljarða lán, Og vextir af því eru engin smásmíði.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 12:17
Heyrðu Jóhannes. Þú spyrð sömu spurningarinnar tvisvar eða þrisvar. Af hverju fór Glitnir til Seðlabankans? Þeirri spurninu er auðveldast að svara af öllum þeim spurningum sem þjóðnýtingin hefur leitt af sér.
Samkvæmt lögum um Seðlabanka á bankinn að veita íslensku bönkunum aðstoð hafi hann getu til þess þegar lausafjár er ekki nægilegt á markaðinum svokallaða um stund. Að sjálfsögðu á Seðlabankinn ekki að redda ónýtum banka frá gjaldþroti. En lögin segja að hann eigi að hjálpa bönkum í tímabundnum erfiðleikum.
Síðan er það allt annað mál hvernig aðstoð Seðlabankinn ákveður að veita. Ég hef ekki hugmynd um hvað er satt og hvað er logið í samningaferlinu milli Glitnismanna og Seðlabankans. Þess vegna get ég ekki lagt neinn dóm á það.
En það sem komið hefur í ljós núna að leiðin sem Seðlabankinn valdi var sú versta sem hann gat valið. Ekki fyrir Jón Ásgeir. Heldur fyrir íslensku þjóðina og hina bankana. Fjölmargir fjármálagreinar um allan heim hafa bent á að þjóðnýting á banka sem ekki stóð neitt illa hafi rúið ríksivaldið á Íslandi öllu trausti hjá lánvetiendum erlendis sem við erum verulega háðir vegna þeirra aðfanga sem þurfum að kaupa af útlendungum. M.a. olíu á skipaflotan sem skaffar okkur meiri gjaldeyri en nokkuð annað á eyjunni.
Í dag kostar norsk króna 22 íslenskar en fyrir 9 dögum síðan kostaði sama króna 15 krónur. Nú er 16 sinnum dýrara fyrir íslenska ríkið og banakana að taka lán erlendis en það var fyrir viku síðan. Það er ekki Jóni Ásgeiri að kenna þó gírugur sé.
Útrásarvíkingarnir hafa aldrei skaffað gjaldeyri inn í landið. Þeir reka sín fyrirtæki í útlöndum og gera upp í evrum eða krónum þess ríkis þar sem þau eru. En það er dálítið pínlegt að heyra hve margir nýða útrásarvíkingana niður núna. Velti því fyrir mér hvort það sé sama fólkið og lofaði þá og hóf til skýjanna þegar þeir flugu sem hæst og böðuðu Ísland í ljósi frægðarinnar.
Sjálfum er mér nákvæmlega sama hort menn sem skammta sjálfum sér miljónatugi í mánaðakaup og búa í húsnæði sem tæki venjulegt alþýðufólk 3 mannsaldra að vinna fyrir auk þess sem þeir aka um á tugmiljón króna bílum og aðrir 4 standa i bílskúrnum rambi í gjaldþrot eður ei. Það er bara ekki mitt mál.
En mér er alls ekki sama um hvernig íslensk stjórnvöld, eftir skipunum úr Seðlabankanum, hafa leikið íslensku þjóðina núna.
Dunni, 5.10.2008 kl. 13:29
Ætla bara að vona að þessir snillingar nái ekki að krækja í lífeyrissjóðina okkar. Það er síðasta haldreipið sem við höfum er árin færast yfir okkur.
Dunni, 5.10.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.